Hápunktar
17/06/2019

Framkvæmdastjóri evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar fjallar um starfstengt krabbamein í viðtali við Euronews

Í síðasta þætti sínum um raunhagkerfi fjallar Euronews um hætturnar á vinnustöðum í Evrópusambandinu, með áherslu á starfstengt krabbamein. Þátturinn sýnir viðtal við framkvæmdastjóra evrópsku vinnuverndarstofnunina Doktor Christa Sedlatschek og dæmi um góða starfsvenju úr trésmíðaiðnaðinum.

Starfstengt krabbamein er ein helsta heilsuógnin sem vinnustaðir standa frammi fyrir um alla Evrópu, og er orsökin að hæsta hlutfalli starfstengdra veikinda og dauðsfalla. Evrópska vinnuverndarstofnunin leggur verulega af mörkum til að glíma við starfstengt krabbamein með núverandi Kynningarátaki um heilsusamlega vinnustaði 2018-19 samkvæmt gildunum sem eru sett fram í evrópsku meginstoðinni að félagslegum réttindum.

Horfðu á viðtalið í myndbandinu (fáanlegt á 12 tungumálum)

Fræðist meira um evrópska frumkvæðið sem útvegar upplýsingar um krabbameinsvalda - Yfirlit um krabbameinsvalda

Notaðu verkfæri OiRA (gagnvirkt áhættumat á netinu), atvinnugreinasértækar lausnir fyrir örsmá og smá fyrirtæki til að útfæra áhættumat.