Hápunktar
26/02/2019

Hagsmunaaðilar eru enn mjög ánægðir með vinnu EU-OSHA

Samkvæmt niðurstöðum Ánægjukönnun hagsmunaaðila frá 2018, stendur EU-OSHA sig enn vel, og ánægja með störf stofnunarinnar er jafnvel enn meiri heldur en 2016. 89% hagsmunaaðila segja að EU-OSHA taki á réttum forgangsatriðum á sviði vinnuverndar (OSH) og 87% segja að EU-OSHA auki bæti vinnu vinnuverndarstofnanna í hverju landi fyrir sig. Svarendur eru aðallega milligönguaðilar á vinnustöðum og stefnumótandi aðilar innan og utan ESB, en 86% koma frá aðildarríkjum ESB.

Næstum allir svarendur (93%) segja að þeir hafi nýtt sér vinnu stofnunarinnar í að minnsta kosti einum tilgangi. Algengasta notkunin var að takast á við öryggis- og heilbrigðismál á vinnustað á vinnustaða- og fyrirtækisplani.

Ennfremur er viðleitni EU-OSHA við að stuðla að vitundarvakningu og að finna lausnir við vinnuverndaráhættum og þannig bæta vinnuskilyrði á skilvirkan hátt á vinnustaðnum vel þekkt meðal hagsmunaaðila. 

Kanna allar niðurstöður í kynningunni „Ánægjukönnun meðal hagsmunaaðila EU-OSHA 2018“