Hápunktar
12/02/2020

Ráðstefna um störf framtíðarinnar beinir kastljósinu að mikilvægi vinnuverndar.

Image by Albert Dezetter from Pixabay

Þann 12. febrúar sækir framkvæmdastjóri Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (EU-OSHA), Dr Christa Sedlatschek, Alþjóðlegu ráðstefnuna Störf framtíðarinnar. Áskoranir og tækifæri varðandi vinnuvernd Dr Sedlatschek tekur þátt í pallborðsumræðunum Frá rannsóknum til aðgerðamiðaðrar stefnumörkunar. Hún mun ræða um aðsteðjandi hættur sem tengjast kemískum efnum og hvernig eigi að takast á við þær og kynna herferð EU-OSHA um stoðkerfisvandamál (2020 – 22).

Viðburðurinn, sem Ítalska slysatryggingastofnunin fyrir starfsfólk (INAIL) og Alþjóðavinnuverndarráðið (ICOH) skipuleggja, safnar saman alþjóðlegum sérfræðingum til að ræða um þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í heimi þar sem atvinna tekur sífelldum breytingum, og kastljósinu er beint að mikilvægi vinnuverndar út frá lýðfræðilegum og vinnumarkaðstengdum breytingum, og þeirri hröðu tækniþróun sem á sér stað.

Frekari upplýsingar um viðburðinn