Hápunktar
16/01/2020

EU-OSHA hefur skilað góðum árangri, segir framkvæmdastjóri ESB á sviði atvinnu og félagslegra réttinda

Í hinum síbreytilega heimi atvinnulífsins koma fram nýjar hættur sem beinast að öryggi og heilbrigði starfsfólks, og við þurfum að eiga í samskiptum og deila góðum starfsháttum á milli fyrirtækja og aðildarríkja og ná til fyrirtækja, miðstöðva og staðbundinna verksmiðja. Í myndbandsskilaboðum til Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (EU-OSHA), viðurkennir framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði atvinnu og félagslegra réttinda, Nicolas Schmit, framlag stofnunarinnar við að efla fyrirtæki með áhættumatstólum á Netinu, og við að hjálpa framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að sjá fyrir nýjar og aðsteðjandi hættur. Hann bendir einnig á skilvirkni nets landsmiðstöðva okkar við að dreifa þekkingu og stuðla að vinnuvernd innan landa.

Stofnunin þarf einnig að vera í fararbroddi þegar kemur að aðgerðum til að auka vitneskju um framtíðaráskoranir fyrir vinnustaði í Evrópu, svo sem áhrif stafrænnar þróunar, starfsfólk sem er að verða eldra og nýjar tegundir af vinnu, segir Nicolas Schmit að lokum.

EU-OSHA býður Nicolas Schmit velkominn um leið og hann tekur við nýju umboði sínu sem merkisberi vinnuverndar í Evrópu og við erum mjög þakklát fyrir viðurkenningu hans á starfi okkar síðastliðin 25 ár.

Horfa á myndbandsskilaboðin til EU-OSHA frá Nicolas Schmit, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins á sviði atvinnu og félagslegra réttinda