Hápunktar
03/12/2019

EU-OSHA horfir til framtíðar og árangursríkari ára

Nú þegar 25 ára afmælisár EU-OSHA líður undir lok skoðum við í síðustu grein okkar í greinaflokkinum hvað stofnunin gerir til að búa sig undir nýjar og aðsteðjandi hættur gegn öryggi og heilbrigði launþega.

Árið 2005 kom EU-OSHA á fót Evrópsku áhættuathugunarstöðinni (e. European Risk Observatory) til að safna áreiðanlegum upplýsingum um breytingar á vinnuháttum og hugsanlegum áhrifum þeirra á vinnuvernd. Röð framsýnisrannsókna heldur þessari vinnu áfram. Efni, sem fjallað hefur verið um fram að þessu, eru meðal annars græn störf og stafræn þróun.

Þessi verkefni miða að því að upplýsa stefnumótandi aðila og aðra hagsmunaaðila til að tryggja tímanlegar og skilvirkar forvarnir gegn vinnuverndarvandamálum framtíðarinnar.

Lestu síðustu 25 ára afmælisgreinina okkar um hvernig EU-OSHA býr sig undir vandamál framtíðarinnar

Skoðaðu vefsíðuna okkar um aðsteðjandi áhættur til að fá frekari upplýsingar

Lestu allar 25 ára afmælisgreinarnar okkar sem gefnar voru út árið 2019