Hápunktar
30/10/2018

EU-OSHA kynnir nýjan gagnagrunn um hættuleg efni — kíktu á hann!

Vinnurðu með hættuleg efni eða ertu yfir fólki sem gerir það? Þarftu frekari upplýsingar um hvernig á að meta og stjórna hættunum? Þá skaltu kíkja á yfirgripsmikinn nýjan EU-OSHA gagnagrunn um hagnýt verkfæri og leiðbeiningar um hættuleg efni, með hlekkjum á helstu hjálpargögn og hljóð- og myndmiðlaverkfæri frá aðildarríkjum, ESB og annars staðar frá. Hann inniheldur þó nokkrar nýjar tilfellarannsóknir sem gerðar voru fyrir núverandi Vinnuvernd er allra hagur herferðina sem gefa raundæmi um góðar starfsvenjur þegar átt er við hættuleg efni.

Hundruð færslna í gagnagrunninn yfir efni eins og þjálfun og áhættumat, krabbameinsvaldandi efni og útskiptingar. Ennfremur er auðvelt að leita í gagnagrunninum, þannig að ef þú hefur áhuga á hjálpargögnum um tiltekið land, geira, verkefni eða áhættu, getur þú fundið nákvæmlega það sem þú leitar að hratt og auðveldlega.

Leita í gagnagrunni hættulegra efna

Fáið fleiri upplýsingar um herferðina Vinnuvernd er allra hagur áhættumat efna á vinnustað á heimasíðu herferðarinnar