Hápunktar
08/05/2020

ESENER 2019: niðurstöður vinnustaðakönnunar birtar rétt fyrir Evrópudaginn

© EU-OSHA 

EU-OSHA kynnir helstu niðurstöður Fyrirtækjakönnunar Evrópu um nýjar og aðsteðjandi hættur (ESENER) 2019 sem lýsir helstu áhættuþáttum sem vinnustaðir í Evrópu hafa tilkynnt um – en það eru stoðkerfisvandamál og sálfélagsleg áhætta.

Yfir 45.000 fyrirtæki úr 33 löndum tóku þátt í könnuninni og svöruðu spurningum um mismunandi svið vinnuverndar, þar á meðal nýframkomin vandamál stafrænnar tækni.

ESENER 2019 er dýrmæt uppspretta upplýsinga fyrir stefnumótandi aðila, því hún veitir uppfærða mynd af áhættuvitund og vinnuverndarstjórnun vinnustaða í Evrópu ásamt samanburði við niðurstöður ESENER 2014.

Lestu frétt okkar með stuðningi frá Schmit framkvæmdastjóra

Skoða samantekt á helstu niðurstöðum í stefnuágripinu okkar fyrir ESENER 2019

Skoða gagnabirtingu ESENER til að skoða gögn frá 2009 og 2014 (niðurstöður frá 2019 eru væntanlegar)