You are here

Hápunktar
26/07/2017

Aðsteðjandi hættur: grípum nú til aðgerða til að tryggja að vinnustaðir morgundagsins séu öruggir og heilbrigðir

Fara á vefsíðu EU-OSHA um aðsteðjandi hættu til að fræðast meira um vinnu okkar á þessu mikilvæga sviði. Gert er ráð fyrir nýjum og aðsteðjandi hættum — af völdum, til dæmis nýrrar vinnuumgjarðar eða nýstárlegra vinnuferla — og þær greindar hjá Evrópsku áhættuathugunarstöðinni.

Efni sem hún hefur fjallað um eru meðal annars öryggi og heilbrigði launþega í grænum störfum, stjórnun nanóefna á vinnustöðum og þróun á sviði upplýsinga- og samskiptatækni og vinna í stafærnum heimi.

Framsýnisverkefnin okkar skoða framtíð starfa og hvernig breytingar munu hafa áhrif á öryggi og heilbrigði. Rannsóknir, sem leiða af þeim, geta hjálpað sérfræðingum og stefnumótendum við að finna leiðir til að tryggja örugga og heilbrigða framtíð fyrir launþega í Evrópu.

Síðan inniheldur einnig umræðurit sérfræðinga um efni eins og fjölvistun, þjarka, frammistöðubætandi lyf, þrívíddarprentun og vöktunartækni.

Fara á vefsíðuna um aðsteðjandi hættur