Hápunktar
27/11/2019

Verkefnið að útrýma starfstengdu krabbameini sameinar sérfræðinga á ráðstefnunni sem er haldin af formennsku Finnlands í ráðherraráði Evrópusambandsins

Til að styðja við Vegvísi um krabbameinsvaldandi efni, heldur Formennska Finnlands í ráðherraráði Evrópusambandsins sérstaka ráðstefnu dagana 27-28 nóvember — ‘Að vinna saman til að útrýma starfstengdu krabbameini’.

Ásamt Evrópsku vinnuverndarstofnuninni (EU-OSHA) koma sérfræðingar frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, aðilar vinnumarkaðarins sem og ríkisstofnanir sem bera ábyrgð á vinnuverndarmálum að þessu verkefni.

Tilgangurinn? Að deila þekkingu og góðum starfsháttum við að draga úr krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum og endurskoða hvað vegvísirinn hefur áunnið og hvað eigin enn eftir að gera.

Skoðaðu upplýsingarnar um viðburðinn

Fáðu frekari upplýsingar um vegvísinn og hlutverk Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar EU-OSHA

Fáið fleiri upplýsingar um herferð Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar EU-OSHA, Vinnuvernd er allra hagur - Áhættumat efna á vinnustað, á heimasíðu herferðarinnar