Hápunktar
28/07/2020

COVID-19 heimsfaraldurinn eykur þörfina á því að vernda launþega gegn útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum

Image by anjawbk from Pixabay

Ný skýrsla dregur saman niðurstöður yfirgripsmikils verkefnis EU-OSHA og hefur það að markmiði að auka vitund um útsetningu fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum og bjóða upp á mikilvægar upplýsingar fyrir stefnumótendur.

Útsetning fyrir líffræðilegum áhrifavöldum á vinnustöðum er tengd við fjölmörg heilsufarsvandamál, þar á meðal smitsjúkdóma og ofnæmi. Þó að þetta eigi við um fjölmörg störf skortir almennt vitund um málefnið.

Niðurstöður verkefnisins eru sérstaklega mikilvægar í ljósi núverandi COVID-19 heimsfaraldurs og undirstrika mikilvægi þess að auka vitund og forgangsraða forvörnum gegn vinnutengdum sjúkdómum af völdum líffræðilegra áhrifavalda á öllum stigum.

Lesa fréttatilkynninguna okkar til að fá frekari upplýsingar

Sækja lokaskýrsluna og samantektina

Frekari upplýsingar um vinnutengda sjúkdóma af völdum líffræðilegra áhrifavalda

Skoða PowerPoint kynningarnar okkar um verkefnið og niðurstöður þess: fyrir sérfræðinga og leikmenn