Framkvæmdastjórnin hefur samráð við almenning um starfsemi og áhrif EU-OSHA, Eurofound, Cedefop, ETF

Image

© Brad Pict - stock.adobe.com

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið samráð við almenning til að safna upplýsingum um frammistöðu og víðtækari áhrif fjögurra dreifstýrðra stofnana ESB: EU-OSHA, Eurofound, Cedefop, og ETF, bæði um hverja fyrir sig frá þverlægu sjónarhorni.

Samráðið verður hluti af matsrannsókn, sem verið er að framkvæma fyrir hönd framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, um áhrif, skilvirkni, þýðingu, samræmi og virðisauka þessara stofnana ESB til að:

(i) leggja mat á frammistöðu stofnanna í tengslum við sett markmið þeirra og umboð; og (ii) greina hvort þörf sé á breytingum á umboði stofnanna.

Samráðið við almenning beinist að haghöfum og notendum þjónustu stofnananna, aðilum vinnumarkaðarins, rannsakendum, háskólafólki, borgaralegum samtökum og opinberum stjórnvöldum hjá ríki og sveitarfélögum.

Samráðið er í boði á öllum opinberu tungumálunum hér og stendur fram til 25. maí 2023.

Til að taka þátt í samráðinu við almenning þarftu annaðhvort að skrá þig inn eða stofna reikning. Það er útskýrt á heimasíðu framkvæmdastjórnarinnar Leggðu orð í belg.

Frekari upplýsingar um verkefnið