Hápunktar
Aftur að hápunktumÁhættuþættir krabbameins í Evrópu – fyrstu niðurstöður útsetningarkönnunar starfsmanna
Til að hjálpa til í baráttunni gegn atvinnutengdu krabbameini, framkvæmdi EU-OSHA útsetningarkönnun starfsmanna (e. Workers’ Exposure Survey - WES) á áhættuþáttum krabbameins í Evrópu. Markmiðið er að greina betur þá áhættuþætti á vinnustöðum sem geta leitt til sjúkdómsins, útvega núverandi og yfirgripsmikil gögn sem hægt er að nýta til forvarna, vitundarvakningar og stefnumótunar.
Tekin voru viðtöl við þúsundir starfsmanna í sex aðildarríkjum ESB (Þýskalandi, Írlandi, Spáni, Frakklandi, Ungverjalandi og Finnlandi) til að áætla líklega útsetningu þeirra fyrir 24 þekktum krabbameinsáhættuþáttum, sem innihalda iðnaðarefni, efnaframleidd efni og blöndur, ásamt eðlisfræðilegum þáttum. áhættuþætti.
Könnunin leiðir í ljós að útfjólublá geislun og dísillosun er algengasta krabbameinsáhættan á vinnustöðum í Evrópu. Fyrstu niðurstöðurnar gefa einnig innsýn í þau dýrmætu gögn sem hægt er að fá frá WES könnuninni.
Lesa fréttatilkynninguna
Kanna fyrstu niðurstöðurnar og samantekt aðferðafræðinnar
Fáðu frekari upplýsingar í nýja vefhlutanum okkar sem er tileinkaður WES könnuninni