Hápunktar
Aftur að hápunktumSjálfvæðing verkefna á vinnustöðum með öruggum hætti: ný samanburðarrannsóknarskýrsla
Notkun gervigreindar og þjarka til að sjálfvæða hættuleg eða endurtekningarsöm verk á vinnustöðum til að stuðla að vernd starfsmanna færist í aukana. En slíkt getur einnig skapað áskoranir fyrir vinnuvernd eða nýjar hættur sem taka þarf á með skilvirkum hætti á fyrstu stigum.
Til að varpa ljósi á þetta flókna efni hefur EU-OSHA gefið út samanburðarrannsóknarskýrslu um sjálfvæðingu með háþróuðum þjörkum. Skýrslan skoðar innleiðingu og áhrif af gervigreindarkerfa og snjallsamstarfsþjarka (cobots) við sjálfvæðingu verka þar sem áhersla er lögð á að tryggja öryggi launþega.
Auk þess skoðar safn tengdra yfirlita á sviði stefnumótunar mismunandi þætti: Áskoranir og tækifæri fyrir vinnuvernd í tengslum við innleiðingu, Ráðleggingar til að sjálfvæða vitræn verk, Ráðleggingar til að sjálfvæða líkamleg verk, Hvatar, hindranir og ráðleggingar fyrir innleiðingu, Hvernig má stuðla að samþykki á gervigreindarkerfum innan fyrirtækja.
Skoðaðu niðurstöður nýlegrar málstofu okkar háþróaðir þjarkar og gervigreindarkerfi til að sjálfvæða verk: áhrif á vinnuvernd.
Hefur þú áhuga á sjálfvæðingu verka? Fylgstu með næstu herferð okkar „Farsæl framtíð í vinnuvernd“ – þetta er eitt af forgangssviðum hennar!
Skoðaðu allt útgefið efni um hjáþróaða þjarka og sjálfvæðingu verka