Hápunktar
Aftur að hápunktumFrá færiböndum til sjúkrahúsa: 8 tilvikarannsóknir um samþættingu samstarfsþjarka með öryggi launþega í huga
Samstarf við þjarka til að auðvelda okkur vinnuna og gera hana öruggari er ekki lengur einhver framtíðarmúsík.
EU-OSHA hefur framkvæmt greiningu á notkun þjarka og gervigreindarkerfa til að sjálfvæða verk á vinnustöðum þar sem sérstakur gaumur er gefinn að öryggi og heilbrigði launþega.
Markmiðið er að átta sig á því hvernig eigi að samþætta slík kerfi, þar á meðal samstarfsþjarka (eða cobota) með öruggum og skilvirkum hætti á vinnustöðum og tryggja að ávinningurinn af þeim sé meiri en áhættan.
Niðurstöðurnar birtast í átta tilvikarannsóknum sem fjalla um mismunandi reynslu á vinnustöðum: sjálfvæðingu á mykjuhreinsun, framleiðslu í sögunarmyllu, samsetningarlínur og iðnaðarframleiðsla, saumaskap í bílaiðnaði, setja vörur á og taka af brettum, snjallsjálfvæðingu við stálframleiðslu, háþróaða þjarka í plastvöruframleiðslu og gervigreind við læknisfræðilega greiningu.
Við munum fljótlega gefa út samanburðarskýrslu um tilvikarannsóknir á gervigreindarkerfunum og háþróuðum þjörkum til að sjálfvæða verk.
Skoða allt útgefið efni um þjarka og gervigreind.
Hefurðu áhuga? Frekari upplýsingar í næstu herferð EU-OSHA „farsæl framtíð í vinnuvernd“!