Herferðin 2018-19: Heilbrigðir vinnustaðir hafa stjórn á hættulegum efnum

Image
Future Healthy Workplaces Campaigns

Váhrif frá hættulegum efnum eru mun algengari á vinnustöðum í Evrópu en flesta grunar. Hættuleg efni á vinnustöðum geta valdið víðtækum heilsuvandamálum og sjúkdómum og eins stafar af þeim öryggishætta. 2018-19 herferðinni er ætlað að auka vitund um hættuna sem stafar af hættulegum efnum á vinnustaðnum og stuðla að forvarnarmenningu.

Markmið herferðarinnar

  • auka vitund fólks um mikilvægi þess að draga úr áhættu vegna hættulegra efna, og að draga úr algengum misskilningi.
  • kynna áhættumat með því að veita upplýsingar varðandi hagnýt tól og að skapa tækifæri til þess að miðla góðum starfsháttum, sem sérstaklega miða að:
    • útrýma hættulegum efnum á vinnustað eða skipta þeim út
    • stigveldi fyrirbyggjandi ráðstafana (þ.e. fylgja stigveldinu sem tilgreint er í löggjöfinni, þannig að ávallt sé valin árangursríkasta aðferðin þegar kemur að mælingum).
  • auka skilninginn á hættunum sem fylgja því að starfa nálægt krabbameinsvaldandi efnum með því að miðla góðum starfsvenjum; EU-OSHA hefur undirritað sáttmála sem skuldbindur okkur til þátttöku í Vegakorti ESB um krabbameinsvaldandi efni.
  • huga sérstaklega að hópum vinnuafls með sérstakar þarfir og í sérstökum áhættuhópum með því að veita þeim sérsniðnar upplýsingar og leiðbeiningar um góð vinnubrögð. Hætturnar gætu verið hærri því þessir starfsmenn eru reynsluminni, óupplýstir, eða líkamlega berskjaldaðri, eða því þeir skipta oft um vinnu, eða vinna í geirum þar sem skilningur á málefninu er lítill, eða vegna hærri eða öðruvísi lífeðlisfræðilegri næmni (t.d. í ungum lærlingum, eða munurinn á körlum og konum).
  • Til þess að auka þekkingu á þeim lagaramma sem er nú þegar til staðar til að vernda vinnuafl, og eins að beina athyglinni að þróun stefnunnar.

Rök

Þrátt fyrir að heilmikil löggjöf er ætluð til að vernda starfsmenn fyrir hættulegum efnum, halda þau áfram að valda miklum hættum og heilsuvandamálum á vinnustöðum. Mikill fjöldi fólks í Evrópusambandinu verður fyrir hættulegum efnum á vinnustað. Þar sem hætturnar eru oft ósýnilegar eða menn hafa ekki nægilegan skilning á þeim — þær gætu stafað af gufum eða ryki, eða váhrifin gætu myndast af slysni — eru ekki tekið á þeim með réttum hætti. Oft er ekkert gert í málunum fyrr en það er of seint.

Með því að vinna saman, geta stjórnendur og starfsmenn byggt upp sterka forvarnarmenningu þar sem staðgengd er stór þáttur í fyrirbyggjandi og verndandi ráðstöfunum. Heildstætt áhættumat er lykilatriði í þessu ferli.

Viðburðir átaksins

Nokkrir lykilþættir í herferðinni eru:

  • Fundur samstarfsaðila innan ESB: Mars 2018
  • Herferðinni og verðlaununum um góðar starfsvenjur hrundið af stað: Apríl 2018
  • Evrópuvika vinnuverndar: Október 2018
  • Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur: Nóvember 2018
  • Miðlunarviðburður á góðum starfsvenjum: annar ársfjórðungur 2019
  • Evrópuvika vinnuverndar: Október 2019
  • Kvikmyndaverðlaun herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur: Nóvember 2019
  • Leiðtogafundurinn Vinnuvernd er allra hagur og verðlaunaathöfn Verðlaunanna fyrir góða starfshætti: Nóvember 2019

Hver má taka þátt? Hvernig getur þú tekið þátt?

Allir sem áhuga hafa á öryggi og heilbrigði á vinnustöðum eru sérstaklega velkomnir að taka þátt. Sérstaklega hvetjum við eftirtalda hópa til að styðja herferðinna með rödd sinni:

  • landsskrifstofa EU-OSHA og samstarfsneta þeirra;
  • aðilar vinnumarkaðarins (evrópskum og innlendum)
  • nefndir um skoðanaskipti á milli aðila vinnumarkaðarins;
  • stefnumótandi aðilar (evrópskum og innlendum);
  • stór fyrirtæki, iðngreinasambönd og samtök smárra og meðalstórra fyrirtækja;
  • evrópskar stofnunir og samstarfsnet þeirra (Enterprise Europe Network);
  • evrópsk frjáls félagasamtök;
  • vinnuverndarsérfræðingar og sambönd þeirra,
  • rannsóknaraðilar á sviði vinnuverndarmála;
  • vinnueftirlitsaðilar og sambönd þeirra;
  • fjölmiðlar.

Það er hægt að taka þátt með margvíslegum hætti. Til dæmis gætir þú (eða fyrirtækið þitt):

  • aukið vitund fólks með því að dreifa kynningarefni herferðarinnar;
  • staðið fyrir viðburðum og annarri starfsemi;
  • nota og kynna verkfæri herferðarinnar;
  • vera opinber samstarfsaðili herferðarinnar;
  • farið á vefsíðu herferðarinnar og fylgt myllumerki herferðarinnar #EUhealthyworkplaces á samfélagsmiðlum (Facebook, Twitter og LinkedIn).

Hagnýt aðstoð

Hægt er að finna mikið úrval af efni á sérstakri vefsíðu herferðainnar www.healthy-workplaces.eu, meðal annars:

  • ítarlegan leiðarvísir herferðarinnar;
  • röð af upplýsingarblöðum varðandi öryggisatriði
  • hafnýt rafrænt tól sem býður upp á leiðbeiningar um rétta meðferð á hættulegum efnum á vinnustað;
  • gagnagrunn sem inniheldur raundæmi, tæki og annað efni um góða starfshætti;
  • kynningar, veggspjöld, fylgiseðlar og upplýsingamyndir sem hægt er að nota til að kynna herferðinna;
  • verkfærakista herferðarinnar til að styðja þig í verkefnum herferðarinnar;
  • gagnagrunnur með hljóð- og myndefni til að vekja athygli og teiknimyndir með Napo í aðalhlutverki;
  • gagnlegir hlekkir