Herferðin 2016-17: Vinnuvernd alla ævi

2016–17 Campaign: Healthy Workplaces for All Ages

Öryggi og hollusta á vinnustöðum alla starfsævina er til hagsbóta fyrir starfsmenn, fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Þetta eru meginskilaboð Herferðar um hollustu á vinnustöðum 2016–17.

Herferð um hollustu á vinnustöðum 2016-17 felur í sér fjögur meginmarkmið:

 1. að stuðla að sjálfbærni í starfi og heilbrigðri öldrun frá upphafi starfsævinnar,
 2. að koma í veg fyrir heilbrigðisvanda á starfsævinni,
 3. að auðvelda vinnuveitendum og starfsmönnum að stjórna öryggi og hollustu á vinnustöðum hvað varðar hækkandi aldur vinnuafls
 4. og hvetja til upplýsingamiðlunar og góðra starfsvenja.

Rök

Hvers vegna er átakið mikilvægt?

Evrópskt vinnuafl verður sífellt eldra. Eftirlaunaaldur færist ofar og líklegt er að starfsævin lengist.

Vinna er holl fyrir líkama og sál og góð stjórnun á öryggi og hollustu á vinnustöðum eykur framleiðni og hagkvæmni. Lýðfræðilegar breytingar geta leitt til vandamála en með því að tryggja sjálfbærni á starfsævinni er komið til móts við slíkar áskoranir.

Viðburðir átaksins

 • Herferð hleypt af stokkunum í apríl 2016
 • Evrópuvikur vinnuverndar í október 2016 og 2017
 • Kynning á Verðlaununum hollusta á vinnustöðum og góðar starfsvenjur í apríl 2017
 • Leiðtogafundur um hollustu á vinnustöðum í nóvember 2017

Einnig verða minni viðburðir meðan á herferðinni stendur. Hafið samband til að fá upplýsingar um málstofur, námskeið og tækifæri til tengslamyndunar.

Hver má taka þátt? Hvernig getur þú tekið þátt?

Herferðin er opin einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum atvinnugreinum, þ.m.t. lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta geta verið, meðal annarra:

 • stjórnendur, yfirmenn og starfsmenn,
 • verkalýðsfélög og vinnuverndarfulltrúar,
 • sérfræðingar á sviði vinnuverndar- og mannauðsmála,
 • fagfélög
 • og þjálfunar- og fræðsluaðilar.

Fólk er hvatt til þess að:

 • dreifa gögnum um herferðina,
 • skipuleggja aðgerðir og viðburði,
 • nota aldurstengd stjórnunarverkfæri,
 • taka þátt í Verðlaununum fyrir hollustu á vinnustöðum og góða starfshætti,
 • taka þátt í Evrópuvikum vinnuverndar 2016 og 2017,
 • gerast opinber eða innlendur samstarfsaðili herferðarinnar,
 • fylgjast með herferðinni á Facebook, Twitter, LinkedIn og öðrum samfélagsmiðlum.

Hagnýt aðstoð

Frá og með apríl 2016, þegar herferðinni er hleypt af stokkunum, verður hægt að nálgast ýmis gögn og upplýsingar um herferðina á vefsvæðinu www.healthy-workplaces.eu, eins og:

 • skýrslur og rannsóknir byggðar á raundæmum um vinnuvernd og lúta að hækkandi aldri vinnuaflsins
 • hagnýtar vefleiðbeiningar um stjórnun vinnuverndar er lýtur að hækkandi aldri vinnuafls,
 • PowerPoint kynningar, bæklingar, veggspjöld og annað herferðarefni,
 • upplýsingar um Verðlaunin fyrir hollustu á vinnustöðum og góða starfshætti;
 • upplýsingamyndir,
 • og hreyfimyndir.