Fjárhagshlið vinnuverndar – gildi vinnuverndar fyrir samfélagið

Image

Gagnabirtingarverkfærið undirstrikar helstu niðurstöður áætlunar sem Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO), Félags- og heilbrigðisráðuneyti Finnlands (MSAH), Vinnuverndarstofnun Finnlands (FIOH), WSH stofnunin í Singapore, Alþjóðanefnd um vinnuvernd (ICOH) og Evrópska vinnuverndarstofnunin hafa þróað saman til að uppfæra hnattrænt mat á vinnutengdum slysum og sjúkdómum. Tölfræðin er byggð á tiltækum gögnum á alþjóðlegu stigi, aðallega gögnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO).

Útreikningurinn notar DALY-einingar (skerðingar-aðlöguð lífár) sem heilbrigðismælikvarði á vinnuslys og vinnutengda sjúkdóma. Þetta mat er kynnt ásamt Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO) á XXI heimsráðstefnunni um vinnuvernd í Singapore í september 2017.

Verkfærið gefur aðgengilega sjónræna kynningu á gögnum um kostnað sem samfélagið ber af vinnutengdum líkamstjónum og sjúkdómum, yfir öll svæði í heiminum og með nákvæmari gögn fyrir aðildarríki ESB. Kostnaður samfélagsins er sýndur í peningatölum og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu (GDP). Þar að auki er gefinn upp dreifing DALY á milli helstu vinnutengdu orsakanna (krabbameins, blóðrásar sjúkdóma, stoðkerfisraskana og líkamstjóna), í ESB-löndum.

Orðalisti yfir títt notuð hugtök og nákvæm lýsing á aðferðarfræði rannsóknar fylgir með.

Að fá aðgang að gagnabirtingarverkfærinu