Fyrirtækjanet Evrópu (EEN)

Fyrirtækjanet Evrópu (EEN)

Fyrirtækjanet Evrópu (EEN)

Fyrirtækjanet Evrópu (e. Enterprise Europe Network - EEN) hjálpar fyrirtækjum við nýsköpun og að vaxa á alþjóðlegum mælikvarða. Það er stærsta stuðningsnet heims fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem stefn á þátttöku á alþjóðlegum markaði.

Netið er virkt um allan heim. Þar koma saman sérfræðingar frá aðildarfélögum sem eru þekktir fyrir framúrskarandi fyrirtækjastuðning.

Samskiptaverkefnið (e. Communication Partnership Project - CPP) miðar að því að vekja athygli á mikilvægi vinnuverndarstarfs fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og veita þeim greiðan aðgang að hagnýtum upplýsingum og gagnlegum tengiliðum á landsvísu og svæðisbundnum vettvangi, en dæmi um slíkt eru EEN OSH verðlaunin.

Meðlimir EEN eru einn helsti samstarfsaðili sem hjálpar EU-OSHA að ná markmiðum sínum, ásamt Aðalskrifstofu innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfs og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (DG GROW), Evrópska nýsköpunarráðinu og framkvæmdaskrifstofu lítilla og meðalstórra fyrirtækja (EISMEA) og innlendum tengipunktum EU-OSHA.

Aðalskrifstofa innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfsemi og lítilla og meðalstórra fyrirtækja:

Aðalskrifstofa innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfsemi og lítilla og meðalstórra fyrirtækja: (DG GROW) er þjónusta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem ber ábyrgð á því að skipuleggja innri markaðinn fyrir vörur og þjónustu; hjálpa til við að breyta ESB í snjallt, sjálfbært hagkerfi fyrir alla aðila; stuðla að frumkvöðlastarfi og vexti með því að draga úr stjórnsýslubyrði lítilla fyrirtækja; að auðvelda aðgang að fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og styðja við aðgang að alþjóðlegum mörkuðum fyrir ESB fyrirtæki; sem og að móta stefnu um vernd og framfylgd iðnaðarréttinda, samræma stöðu ESB og samningaviðræður í alþjóðlega hugverkaréttindakerfinu (IPR) og aðstoða frumkvöðla um hvernig eigi að nota IP réttindi á áhrifaríkan hátt.

Evrópska nýsköpunarráðið og framkvæmdaskrifstofa lítilla og meðalstórra fyrirtækja (EISMEA):

 

Evrópska nýsköpunarráðið og framkvæmdaskrifstofa lítilla og meðalstórra fyrirtækja (EISMEA) var stofnað 1. apríl 2021 með það að markmiði að efla nýsköpun á innri mörkuðum með því að skapa öfluga samlegðaráhrif til að styðja við endurreisn evrópska hagkerfisins og sameina alla starfsemi Evrópska nýsköpunarráðsins (EIC) í eina stofnun sem og áætlanir sem tengjast litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Stofnunin ber að sönnu ábyrgð á þróun og innleiðingu Evrópska nýsköpunarráðsins og stýrir öðrum áætlunum ESB þegar kemur að stuðningi við lítil og meðalstór fyrirtæki, sem og nýsköpunarvistkerfum, innri markaði, neytendastefnu og nýsköpunarfjárfestinga milli svæða. 

Vinnuverndarsendiherrar Fyrirtækjanets Evrópu og hlutverk þeirra

Vinnuverndarverðlaun Fyrirtækjanets Evrópu

Frá 2009 hefur EEN starfað með EU-OSHA að því að auka vitund um vinnuvernd meðal ör-, smá- og meðalstórra fyrirtækja. Í því skyni tilnefnir EEN vinnuverndarsendiherra í hverju landi fyrir sig. Hlutverk þeirra felst í því að samræma starfsemi, kynna vinnuverndarstarf fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á landsvísu og skila skýrslu til EU-OSHA einu sinni á ári um vinnuverndarstarfið sem unnið er.

Árið 2021 var áætlunin útvíkkuð til sex landa utan ESB (þ.e. lönd sem þiggja fjármögnunarleið við foraðildarstuðning ESB (e. Instrument for Pre-Accession Assistance - IPA)): Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía og Tyrkland) sem og sendiherrar IPA EEN OSH voru tilnefndir.

Sjá heildarlista yfir sendiherra EEN OSH

Innan CPP er hlutverk samskiptasamstarfshópsins (e. Communication Partnership Working Group - CPWG), sem samanstendur af þremur innlendum tengiliðum, þremur EEN OSH sendiherrum og fulltrúum EU-OSHA, DG GROW og EISMEA, aðallega að veita stefnumótandi og sérfræðiráðgjöf varðandi innleiðingu og eftirlit með samskiptasamstarfsáætlun ESB og OSHA.

Vinnuverndarverðlaun Fyrirtækjanets Evrópu

Sem hluti af herferðinni Vinnuvernd er allra hagur miða EEN-vinnuverndarverðlaunin að því að auka vitund um og stuðla að vinnuvernd hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Meðlimum EEN úr aðildarríkjunum 27 og Íslandi, Liechtenstein og Noregi sem og IPA löndunum, er boðið að senda inn verkefni til viðurkenningar sem miða að því að stuðla að betra öryggi og heilbrigði í litlum og meðalstórum fyrirtækjum og passa í einn af eftirfarandi flokkum: verkefni og viðburðir sem stuðla að vinnuvernd; tengslamyndun og prent- og netsamskipti og útgáfa.

2013 | 2014/15 | 2016/17 | 2018/19 2020/21