Fyrirtækjaáætlun og vinnuáætlanir

Vinnuáætlanir byggja á fyrirtækjaáætlun EU-OSHA.

Gerð langtímastefnu

Núverandi stefna EU-OSHA nær til ársins 2027 og tilgreinir sex stefnumótandi markmið, sem samsvara sex forgangssviðum:

  • Að gera ráð fyrir breytingum
  • Staðreyndir og tölur
  • Tól fyrir stjórnun á vinnuverndarmálum
  • Að auka vitund
  • Samstarf um þekkingu
  • Stefnumótandi og rekstrarleg tengslanet

Fyrir frekari upplýsingar skal hlaða niður Stefnumótunaráætlun EU-OSHA fyrir árin 2022-2027

Næsta ár skipulagt

Á hverju ári undirbýr framkvæmdastjóri EU-OSHA og framkvæmdarstjórnin samþykkir áætlanaskjöl þar sem áætlanir stofnunarinnar fyrir næstu þrjú ár er að finna. Þar má finna upplýsingar um fyrirhugaða starfsemi og markmið, sérstaklega fyrir árið framundan.

Hið staka áætlanaskjal leggur skýr markmið og miðar að því að tryggja að stofnunin nýti úrræði og sambönd sín með sem bestum hætti. 

Ársskýrslur og stök skjöl frá fyrri árum yfir störf stofnunarinnar má finna á síðunni okkar yfir útgefið efni.