You are here

 
31/03/2017

Stjórnun fjölmála vefsíðna - dæmi um góða starfshætti

Þann 30. mars 2017 fengu þrjár stofnanir - Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA), Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO)  og Þýðingamiðstöðin fyrir stofnanir Evrópusambandsins (CdT) -  verðlaun umboðsmanns Evrópusambandsins fyrir góða stjórnsýsluhætti í flokknum Árangur í þjónustu við þegna/viðskiptavini fyrir nýstárlegt samvinnuverkefni sem miðar að því að auðvelda þýðingastjórnun fjölmála vefsíðna.

Fjöltyngi er grundvallarstefna Evrópusambandsins, sem tryggir jafnræði allra tungumála og virðingu fyrir tungumálalegum og menningarlegum fjölbreytileika. Þýðingar tengja saman þjóðir og evrópskar stofnanir sem og íbúa ESB sem þær þjóna.

Aftur á móti getur verið erfitt að sjá um fjölmála vefsíðu sem er á yfir 25 tungumálum og það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að hún krefst bæði mikils viðhalds og kostnaðar. Til að takast á við þetta vandamál hafa vef-, samskipta- og tungumálatækniteymi við þrjár stofnanir ESB unnið saman að nýstárlegu verkefni sem gerir rekstur og viðhald á fjölmála vefsíðum mun viðráðanlegra.

Þýðingarstjórnunartólið sem þarna var þróað er fullbúið með stýrikerfum og tólum þýðingamiðstöðvarinnar fyrir stofnanir ESB (CdT) og býður upp á gott og skipulegt þýðingarferli, allt frá efnisvali yfir í yfirlestur og staðfestingu á þýðingu. Stofnanirnar fá betri stjórn á stöðu og kostnaði þýðinga og dæmin sýna að jafnvel litlar stofnanir geta haldið úti fjölmála vefsíðum sem auðveldar þeim samskipti um alla Evrópu.

Hugbúnaðurinn kom út sem opinn hugbúnaður fyrir Drupal og er þar af leiðandi aðgengilegur öllum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, sem vilja opna fjölmála vefsíðu, með nokkrum stillingum.

Fjöltyngi er undirstöðuþáttur Evrópusambandsins og lykilatriði EU-OSHA við að stuðla að öruggum og heilsusamlegum vinnstöðum í Evrópu.