You are here

Formennska Austurríkis í ESB


BG-logo-2017Ríkisstjórnir allra 28 aðildarríkja ESB skipta formennsku ráðs Evrópusambandsins þannig á milli sín að með 6 mánaða millibili tekur eitt aðildarríki við formennskunni af öðru, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Formennskunni fylgja ýmsar mikilvægar skyldur, svo sem að halda aðildarríkjafundi ráðs Evrópusambandsins, einnar ábyrgðarmestu stofnunar ESB, á sínu tímabili. Auk þess ber formennskuríkið ábyrgð á að tryggja að aðildarríkin vinni í sameiningu, komist að málamiðlunum þegar þess er þörf og vinni öllum stundum í þágu heildarhagsmuna ESB.

Þrjú aðildarríki („formennskuþrenningin“) deila 18 mánaða vinnuáætlun formennskunnar á milli sín. Formennskuríki setur fram nákvæm markmið fyrir formennskutímabilið og vinnur með hinum tveimur formennskuríkjunum að þeim langtímamarkmiðum sem ekki er hægt að uppfylla á hálfu ári.

Austurríki sinnir formennsku ráðs Evrópusambandsins frá 1. júlí 2018. Núverandi formennskuþrenning (Eistland, Búlgaría og Austurríki) mun halda áfram að innleiða 18-mánaða áætlun sína.

"Græn formennska" Austurríkis mun stuðla að sjálfbærni og einblína á víðtæk málefni:

  • öryggi og búferlaflutningar
  • tryggja velmegun og samkeppnishæfni í gegnum stafræna-væðingu
  • stöðugleiki í nágrannalöndum.

Hvað varðar vinnuvernd, er markmið austurrísku formennskunnar að klára samningaviðræðum um breytingu á tilskipun um krabbameinsvaldandi efni þar sem krabbamein er enn helst orsök vinnutengdra dauðsfalla í Evrópusambandinu.

Vinnuverndarstofnun Evrópu tekur þátt í ráðstefnunni "Reducing the burden of occupational cancer in the EU – a shared problem with common solutions“ sem haldin er 24.-25. september. Markmiðið er að auka vitund um hætturnar vegna útsetningar fyrir krabbameinsvaldandi efnum á vinnustöðum og skiptast á ráðum um góða starfshætti innan ramma herferðarinnar "Vinnuvernd er allra hagur, áhættumat efna á vinnustað" og "Vegvísisins um krabbameinsvaldandi efni".

Skoða heimasíðu austurrísku formennskunnar

Horfðu á myndskeiðið "Hvað er ráðsformennska og hvernig virkar hún?"