Formennska Króatíu í ESB

Ríkisstjórnir allra 28 aðildarríkja ESB skipta formennsku ráðs Evrópusambandsins þannig á milli sín að með 6 mánaða millibili tekur eitt aðildarríki við formennskunni af öðru, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Formennskunni fylgja ýmsar mikilvægar skyldur, svo sem að halda aðildarríkjafundi ráðs Evrópusambandsins, einnar ábyrgðarmestu stofnunar ESB, á sínu tímabili. Auk þess ber formennskuríkið ábyrgð á að tryggja að aðildarríkin vinni í sameiningu, komist að málamiðlunum þegar þess er þörf og vinni öllum stundum í þágu heildarhagsmuna ESB.

Þrjú aðildarríki („formennskuþrenningin“) deila 18 mánaða vinnuáætlun formennskunnar á milli sín. Formennskuríki setur fram nákvæm markmið fyrir formennskutímabilið og vinnur með hinum tveimur formennskuríkjunum að þeim langtímamarkmiðum sem ekki er hægt að uppfylla á hálfu ári.

Þann 1. janúar árið 2020 tekur Króatía við formennsku í ráði Evrópusambandsins. Með því að halda áfram starfinu á eftir Rúmeníu og Finnlandi, er miðað að því að ná þeim markmiðum sem þrenningin setti sér í sameiginlegri áætlun.

Undir slagorðinu „Sterk Evrópa í heimi áskorana", eru forgangsverkefni sex mánaða formennsku Króatíu Evrópa sem vex, Evrópa sem tengir, Evrópa sem verndar og áhrifamikil Evrópa.

Formennska Króatíu er í samræmi við nýja stefnuáætlun fyrir 2019-2024 hjá leiðtogaráðinu og pólitískar viðmiðunarreglur fyrir nýja framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Formennskuríkið einblínir á að styrkja stafrænu áætlunina og styðja við samkeppnishæfni evrópsks iðnaðar og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Að stuðla að jafnrétti milli kvenna og karla, ásamt því að valdefna konur í samfélaginu og á vinnumarkaðnum og skapa betri tækifæri fyrir ungt fólk eru þar að auki markmið sem leitast er við að ná.

Formennska Króatíu hefur lýst yfir skuldbindingu sinni við að styrkja undirstöðu félagslegra réttinda í Evrópu. Undirstöðunni er ætlað að tryggja að aðgang allra ríkisborgara innan ESB að margvíslegrum réttindum, þ.m.t. heilbrigðisþjónustu, sanngjörnum vinnuaðstæðum og launum, símenntun og góðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Skoða heimasíðu formennsku Króatíu í ESB

Horfa á myndbandið "What is the Council presidency and how does it work?"