Formennska Finnlands í ESB


Ríkisstjórnir allra 28 aðildarríkja ESB skipta formennsku ráðs Evrópusambandsins þannig á milli sín að með 6 mánaða millibili tekur eitt aðildarríki við formennskunni af öðru, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Formennskunni fylgja ýmsar mikilvægar skyldur, svo sem að halda aðildarríkjafundi ráðs Evrópusambandsins, einnar ábyrgðarmestu stofnunar ESB, á sínu tímabili. Auk þess ber formennskuríkið ábyrgð á að tryggja að aðildarríkin vinni í sameiningu, komist að málamiðlunum þegar þess er þörf og vinni öllum stundum í þágu heildarhagsmuna ESB.

Þrjú aðildarríki („formennskuþrenningin“) deila 18 mánaða vinnuáætlun formennskunnar á milli sín. Formennskuríki setur fram nákvæm markmið fyrir formennskutímabilið og vinnur með hinum tveimur formennskuríkjunum að þeim langtímamarkmiðum sem ekki er hægt að uppfylla á hálfu ári.

Finnland tekur við formennsku í ráði Evrópusambandsins 1. júlí 2019. Finnland er þriðja landið í núverandi þríeyki og vinnur með Rúmeníu og Króatíu að markmiðunum í sameiginlegri stefnu þeirra.

Eitt af forgangsmálum formennskunnar er samkeppnishæfni í Evrópusambandinu án aðgreiningar. Evrópa verður að leysa vandamál í tengslum við hækkandi aldur íbúa og alþjóðlega samkeppni með sjálfbærum leiðum til að auka framleiðni og samkeppnishæfni. Á sama tíma verður að móta samheldna nálgun til að þróa frekar Evrópustoð félagslegra réttinda til sýnilegur árangur verði fyrir borgarana.

Auk þess þarf Evrópusambandið víðfeðma framtíðarstefnu um símenntun sem tekur mið af breytingum á vinnustöðum og stafrænni tækni. Annað lykilatriði til að hámarka framboð af hæfum launþegum er að auka þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Evrópusambandið og aðildarríkin ættu að halda áfram aðgerðum til að stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum, jafnvægi á milli vinnu og einkalífs og jöfnum launum. Einnig er þörf á því að stuðla að lengri starfsævi í Evrópu með úrbótum á vinnuvernd, lýðheilsustefnu og möguleikum á hlutastarfi.

Finnska formennskan hefur lýst yfir stuðningi við Vegvísinn um krabbameinsvaldandi efni, en hann er verkefni, sem EU-OSHA tekur þátt í að fjármagna, til að auka vitund um áhættur krabbameinsvaldandi efna á vinnustöðum og hvetja til miðlunar á góðum starfsvenjum. Formennskan heldur ráðstefnu undir heitinu „Vinnum saman að því að útrýma vinnutengdu krabbameini“ 27.-28. nóvember.

Skoða heimasíðu finnsku formennskunnar í ESB

Horfðu á myndskeiðið "Hvað er ráðsformennska og hvernig virkar hún?"