You are here

Formennska Búlgaríu í ESB


BG-logo-2017Ríkisstjórnir allra 28 aðildarríkja ESB skipta formennsku ráðs Evrópusambandsins þannig á milli sín að með 6 mánaða millibili tekur eitt aðildarríki við formennskunni af öðru, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Formennskunni fylgja ýmsar mikilvægar skyldur, svo sem að halda aðildarríkjafundi ráðs Evrópusambandsins, einnar ábyrgðarmestu stofnunar ESB, á sínu tímabili. Auk þess ber formennskuríkið ábyrgð á að tryggja að aðildarríkin vinni í sameiningu, komist að málamiðlunum þegar þess er þörf og vinni öllum stundum í þágu heildarhagsmuna ESB.

Þrjú aðildarríki („formennskuþrenningin“) deila 18 mánaða vinnuáætlun formennskunnar á milli sín. Formennskuríki setur fram nákvæm markmið fyrir formennskutímabilið og vinnur með hinum tveimur formennskuríkjunum að þeim langtímamarkmiðum sem ekki er hægt að uppfylla á hálfu ári.

Búlgaría hefur tekið við formennsku þann 1. janúar 2018. Núverandi formennskuþrenning (Eistland, Búlgaría og Austurríki) mun halda áfram að innleiða 18-mánaða áætlun sína.

Það sem Búlgaría mun leggja áherslu á í sinni formennsku er að:

  • Einhug, með því að auka öryggi borgara ESB og stjórna fólksflutningi með skilvirkum hætti.
  • Samkeppni, með því að einbeita sér að því að styrkja innri markað.
  • Samheldni, með því að fjárfesta í efnahagsvexti og atvinnu til að tryggja einingu og samstöðu.

Skoðaðu heimasíðu búlgörsku formennskunnar

Horfðu á myndskeiðið „Hvað er ráðsformennska og hvernig virkar hún?“