You are here

Formennska Rúmeníu í ESB


Ríkisstjórnir allra 28 aðildarríkja ESB skipta formennsku ráðs Evrópusambandsins þannig á milli sín að með 6 mánaða millibili tekur eitt aðildarríki við formennskunni af öðru, þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert. Formennskunni fylgja ýmsar mikilvægar skyldur, svo sem að halda aðildarríkjafundi ráðs Evrópusambandsins, einnar ábyrgðarmestu stofnunar ESB, á sínu tímabili. Auk þess ber formennskuríkið ábyrgð á að tryggja að aðildarríkin vinni í sameiningu, komist að málamiðlunum þegar þess er þörf og vinni öllum stundum í þágu heildarhagsmuna ESB.

Þrjú aðildarríki („formennskuþrenningin“) deila 18 mánaða vinnuáætlun formennskunnar á milli sín. Formennskuríki setur fram nákvæm markmið fyrir formennskutímabilið og vinnur með hinum tveimur formennskuríkjunum að þeim langtímamarkmiðum sem ekki er hægt að uppfylla á hálfu ári.

Nýja formennskuþrenningin tekur til starfa þann 1. janúar 2019 Rúmenía mun taka við formennsku ráðsins í fyrsta hlutanum, frá 1. janúar til 30. júní, en svo munu Finnland og Króatía taka við. Þessi þrjú lönd munu starfa saman til að innleiða sameiginlega 18-mánaða áætlun.

Forgangsmál í formennsku Rúmeníu verður að setja þarfir borgara Evrópu í forgrunn og einbeita sér að víðari málefnum eins og:

  • nýsköpun, sjálfbærri þróun, atvinnumálum og félagslegum réttindum;
  • að halda Evrópu öruggri;
  • að styrkja stöðu Evrópu á alþjóðavettvangi;
  • að kynna sameiginleg gildi Evrópu, þar á meðal félagsleg réttindi, lýðræði, virðingu og umburðarlyndi.

Þessi forgangsatriði byggja á markmiðum framkvæmdastjórnarinnar sem og á málefnum sem fyrri formennskuþrenning (Eistland, Búlgaría og Austurríki) lagði áherslu á. Sérhvert ríki fær einnig tækifæri til að leggja áherslu á málefni sem því þykja sérstaklega mikilvæg.

Skoða heimasíðu rúmensku formennskunnar

Horfðu á myndskeiðið "Hvað er ráðsformennska og hvernig virkar hún?"