Ársskýrslur

Árleg starfsskýrsla

Á hverju fjárhagsári, útbýr forstjóri EU-OSHA skýrslu um aðgerðir Stofnunarinnar síðastliðið árið. Hún fylgir uppbyggingu árlegrar vinnuáætlunar í áætlanaskjalinu, og segir frá afhendingu helstu markmiða og aðgerða sem voru útlistaðar í áætluninni. Hún skoðar líka auðlindirnar sem notaðar voru til að ná markmiðum Stofnunarinnar. 

Ársskýrslan er einnig stjórnunarskýrsla framkvæmdastjórans og nær yfir til dæmis innleiðingu á innri eftirlitsstöðlum.

Stjórn EU-OSHA greinir og leggur mat á starfsskýrsluna. Það er mikilvægt skref í ferlinu við að leggja mat á hvernig stofnunin framkvæmdi fjárhagsáætlunina fyrir árið (ferlið við samþykkt á ársskýrslu og reikningum stjórnar).

Hver starfsskýrsla inniheldur yfirlýsingu þar sem framkvæmdastjórinn lýsir yfir að:

  • Skýrslan veiti réttar og sanngjarnar upplýsingar
  • Kerfi til staðar veiti nauðsynlegar tryggingar varðandi lögmæti og reglufylgni fjárhagslegra hreyfinga
  • Engar mikilsháttar upplýsingar vanti í skýrsluna

Ársskýrsla

Eins og kveðið er á um í stofnreglugerð EU-OSHA skal stjórnin samþykkja ársskýrslu EU-OSHA um starfsemina og senda hana í síðasta lagi fyrir 15. júní til Evrópuþingsins, framkvæmdastjórnarinnar, efnahags- og félagsmálanefndar Evrópu, endurskoðunarréttarins, aðildarríkjanna og ráðgjafarnefndarinnar um öryggi-, heilnæmi og heilbrigðisvernd á vinnustöðum.

Þetta er aukaleg en sérstök framkvæmd til viðbótar við mat stjórnarinnar á árlegri starfsskýrslu stofnunarinnar og er krafa sem kveðið er á um í fjárhagsreglugerð stofnunarinnar og fjallað um sem sérstakan lið á dagskránni.

Skoða allar ársskýrslur.