You are here

Ársskýrslur

Ein helsta leiðin til að tryggja að gagnsæi og ábyrgð EU-OSHA er að birta ársskýrslurnar um starfsemi og árangur stofnunarinnar.

Árleg starfsskýrsla

Á hverju fjárhagsári undirbýr framkvæmdastjóri EU-OSHA  skýrslu um starfsemi stofnunarinnar á liðnu ári. Hún fylgir uppbyggingu árlegu stjórnunaráætlunarinnar, og veitir yfirlit um framkvæmd á helstu markmiðum og starfsemi sem áætlunin fjallaði um. Hún fer einnig yfir þau úrræði sem notuð voru til að ná markmiðum stofnunarinnar.

Ársskýrslan er einnig stjórnunarskýrsla framkvæmdastjórans og nær yfir til dæmis innleiðingu á innri eftirlitsstöðlum.

Stjórn EU-OSHA greinir og leggur mat á starfsskýrsluna. Það er mikilvægt skref í ferlinu við að leggja mat á hvernig stofnunin framkvæmdi fjárhagsáætlunina fyrir árið (ferlið við samþykkt á ársskýrslu og reikningum stjórnar).

Hver starfsskýrsla inniheldur yfirlýsingu þar sem framkvæmdastjórinn lýsir yfir að:

  • Skýrslan veiti réttar og sanngjarnar upplýsingar
  • Kerfi til staðar veiti nauðsynlegar tryggingar varðandi lögmæti og reglufylgni fjárhagslegra hreyfinga
  • Engar mikilsháttar upplýsingar vanti í skýrsluna

Ársskýrsla

Eins og kveðið er á um í stofnreglugerð EU-OSHA skal stjórnin samþykkja ársskýrslu EU-OSHA um starfsemina og senda hana í síðasta lagi fyrir 15. júní til Evrópuþingsins, framkvæmdastjórnarinnar, efnahags- og félagsmálanefndar Evrópu, endurskoðunarréttarins, aðildarríkjanna og ráðgjafarnefndarinnar um öryggi-, heilnæmi og heilbrigðisvernd á vinnustöðum.

Þetta er aukaleg en sérstök framkvæmd til viðbótar við mat stjórnarinnar á árlegri starfsskýrslu stofnunarinnar og er krafa sem kveðið er á um í fjárhagsreglugerð stofnunarinnar og fjallað um sem sérstakan lið á dagskránni.

Skoða allar ársskýrslur.