2016 — Evrópuár baráttu gegn ofbeldi gegn konum

Ofbeldi gegn konum er mjög alvarlegt vandamál í Evrópusambandinu: ein af hverjum þremur konum hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi. Kynbundið ofbeldi brýtur gegn grundvallarréttindum kvenna hvað varðar virðingu, jafnrétti og aðgang að réttlátri málsmeðferð og er það á meðal algengustu mannréttindabrota. Það er hvorki bundið við landafræðilega, fjárhagslega, menningarlega eða félagslega þætti. Markmið Evrópuárs baráttu gegn ofbeldi gegn konum árið 2016 er að bregðast við þessari stóru hindrun gegn jafnrétti kynjanna í Evrópusambandinu.

Ofbeldi gegn konum tekur til alls kynbundins ofbeldis sem leiðir til eða líklegt er valdi líkamlegum, kynferðislegum, sálfræðilegum eða efnahagslegum skaða eða þjáningu kvenna. Þar á meðal er ógnun um slíkt hið sama, þvingun eða handahófskennd frjálsræðissvipting, hvort sem er í opinberu samhengi eða í einkalífi. Enn fremur hafa tilteknir ofbeldisglæpir meiri áhrif á konur, svo sem kynferðisofbeldi, kynferðisáreitni, nauðganir, ofsóknir og heimilisofbeldi.

Markmið Evrópuáranna er að hvetja til opnari umræðu bæði innan einstakra landa og í öllu Evrópusambandinu. Evrópuár baráttu gegn ofbeldi gegn konum 2016 mun styrkja forvarnarstarf um kynbundið ofbeldi innan ESB og hvetja til opnari umfjöllunar um vandamálið. Áhersla verður einnig lögð á aðgerðir til að takast á við ofbeldi gegn konum og unnið verður að nýjum langtímamarkmiðum við stefnumótun.

Kynntu þér meira um Evrópuár baráttu gegn ofbeldi gegn konum árið 2016

OSHwiki-færsla um kynferðisáreitni og einelti: hvað gerist á vinnustaðnum

Upplýsingarit um kynferðisáreitni á vinnustöðum

Konur og vinnuvernd

Evrópustofnun um jafnrétti kynjanna