Evrópska áhættuathugunarstöðin

Markmið evrópsku áhættuathugunarstöð (ERO) EU-OSHA er að greina nýjar og aðsteðjandi áhættur á sviði vinnuverndarmála til þess að bæta tímanleika og skilvirkni fyrirbyggjandi ráðstafana.

Til þess að ná þessum markmiðum veitir ERO yfirlit yfir öryggi og heilbrigði á vinnustöðum í Evrópu, lýsir þróun og undirliggjandi þáttum, og gerir ráð fyrir breytingum á störfum og líklegum áhrifum þeirra á vinnuvernd.

Markmið

Þar sem samfélög okkar þróast með nýrri tækni og breytingum á efnahags- og félagslegum aðstæðum, taka vinnustaðir okkar, starfsvenjur og ferlar stöðugum breytingum. Þessar nýju aðstæður hafa í för með sér nýjar áhættur og vandamál fyrir launþega og atvinnurekendur, sem á móti, krefjast þess að stjórnmálin, stjórnsýslan og tæknin nálgist hlutina þannig að tryggja megi öryggi og heilbrigði á háu stigi.

Skilvirkar forvarnir geta með mikilvægum hætti stuðlað að markmiðum Evrópu 2020 um hugvitssamlegan og sjálfbæran hagvöxt fyrir alla ásamt því að auka atvinnuhlutfallið úr 69 í 75 af hundraði. Margir einstaklingar fara af vinnumarkaðinum vegna lélegrar vinnuverndar svo að það er mjög mikilvægt að geta með betri hætti gert ráð fyrir áhættum ef við ætlum að bæta áhættuforvarnir og öðlast sjálfbæra starfsævi og hærri atvinnutíðni.

Evrópustefnur, hver á fætur annarri, á sviði vinnuverndarmála hafa bent á þörfina á því að búa sig undir þessar nýju kringumstæður og lagt áherslu á að:

það sé mjög mikilvægt aðbúast við nýjum og aðsteðjandi áhættum, hvort sem þær tengjast tæknilegum nýjungum eða af völdum samfélagslegra breytinga, ef ná eigi stjórn á áhættunum.
Slíkt krefst fyrst og fremst áframhaldandi eftirlits með hættunum sjálfum á grundvelli kerfisbundinnar söfnunar á upplýsingum og vísindamati. (Stefna Bandalagsins um vinnuverndarmál 2002-2006)

Ákall stefnunnar til EU-OSHA um að koma á fót evrópskri áhættuathugunarstöð til þess að framkvæma slík verkefni var fylgt eftir í næstu stefnu Bandalagsins 2007-2012 sem lagði áherslu á mikilvægi þess að gera ráð fyrir áhættum og bað áhættuathugunarstöð stofnunarinnar að grípa til ýmiss konar aðgerða.

Síðasta Evrópustefnan, Rammastefna ESB um vinnuverndarmál 2014-2020 heldur áfram með þetta þema og hvetur til þess að stutt sé við niðurstöður evrópsku áhættuathugunarstöðvarinnar.

Hvernig starfar evrópska áhættuathugunarstöðin (ERO)

ERO sinnir störfum sínum með því að safna og greina upplýsingar, setja þær í samhengi (einkum hvað varðar evrópsku félagsmálastefnuna og stefnumörkun Bandalagsins), skoða þróun til þess að gera ráð fyrir breytingum, og koma helstu málefnum á framfæri með skilvirkum hætti við markhópinn: stefnumótendur og rannsakendur. Við miðum einnig að því að örva umræður og íhugun meðal hagsmunaaðila EU-OSHA og bjóða upp á vettvang fyrir umræður á milli sérfræðinga og stefnumótenda á ýmsum stigum.

Nauðsynlegar upplýsingar til þess að greina nýjar og aðsteðjandi áhættur geta komið úr mörgum áttum, eins og gögnum úr opinberum skrám, rannsóknarritum, spám sérfræðinga eða upplýsingum úr könnunum. Til þess að ná til allra þessara mögulegu upplýsinga skipuleggjum við störf okkar í kring um þrjú grunnsvið: