Fyrirtækjanet Evrópu

Fyrirtækjanet Evrópu

Fyrirtækjanet EvrópuFyrirtækjanet Evrópu (EEN) er flaggskip evrópsks framtaksverkefnis sem miðar að því að bjóða fram hugvit og viðskiptalegan stuðning fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á ESB svæðinu. Þessi samtök, sem eru hluti af rammaáætlun um samkeppnishæfni og nýsköpun, eru ein allsherjar upplýsingaveita varðandi stefnur og reglugerðir ESB, styrki, aðstoð við leit á samstarfsaðilum og hjálp við rannsóknarþróun og nýsköpun. Þau hafa innanborðs um 600 samstarfsfyrirtæki, í 53 löndum, sem veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum alls konar þjónustu.

Markmið samskiptaverkefnisins (CPP) er að vekja athygli á mikilvægi vinnuverndar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og veita þeim gott aðgengi að hagnýtum upplýsingum og gagnlegum tengiliðum á svæðis- og landsvísu, t.d. að fundum samstarfsaðila á landsvísu, vitundarvakningarpökkum og annarri starfsemi eins og t.d. verðlaunum EEN fyrir vinnuvernd.

Aðilar að EEN eru á meðal helstu samstarfsaðila sem aðstoða EU-OSHA við að ná markmiðum sínum, ásamt stjórnarsviði innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfsemi og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (DG GROW), framkvæmdaskrifstofu fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (EASME) og landsskrifstofum EU-OSHA.

Stjórnarsvið innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfsemi og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (DG GROW):

Stjórnarsvið innri markaðar, iðnaðar, frumkvöðlastarfsemi og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (DG GROW) á að kynna vaxtarvæna rammaáætlun fyrir evrópskum fyrirtækjum. Það gegnir lykilhlutverki í áætluninni Evrópa 2020 um snjallan og sjálfbæran hagvöxt fyrir alla, og það er sú þjónusta framkvæmdastjórnar ESB sem ber ábyrgð á að sinna innri markaði fyrir vörur og þjónustu, hlúa að frumkvöðlastarfsemi og vexti og bæta aðgengi að styrkjum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki, svo fátt eitt sé nefnt.

Framkvæmdaskrifstofa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki

Framkvæmdaskrifstofan fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (EASME) var sett á laggirnar af framkvæmdastjórn ESB til að stýra í sínu umboði mikilvægum þáttum í nokkrum ESB verkefnum, þar á meðal áætlun um samkeppnishæfni fyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja (COSME) og fjármálagerningar fyrir umhverfið (LIFE), Horizon 2020 og Sjávarútvegssjóði Evrópu (EMFF).

Hún miðar að því að búa til samkeppnishæft og auðlindanýtið evrópskt hagkerfi sem byggir á þekkingu og nýsköpun.

Sendiherrar evrópsku samtakanna um vinnuvernd og hlutverk þeirra

Sendiherrar evrópsku samtakanna um vinnuvernd og hlutverk þeirraSíðan árið 2009 hefur EEN, í samstarfi við EU-OSHA, staðið fyrir vitundarvakningu um vinnuvernd hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og örfyrirtækjum. Til að sinna þessu verkefni útnefnir EEN sendiherra vinnuverndar á landsvísu. Hlutverk þeirra felst í því að samhæfa aðgerðir, kynna vinnuvernd fyrir meðalstórum fyrirtækjum á landsvísu og gefa skýrslu til EU-OSHA einu sinni á ári um starfsemi sem tengist vinnuvernd.

Sjá heildarlista yfir sendiherra EEN OSH

Innan CPP er hlutverk CPWG-hópsins (Communication Partnership Working Group), sem samanstendur af þremur landsskrifstofum, þremur EEN OSH sendiherrum og fulltrúum frá EU-OSHA, DG GROW og EASME, aðallega að veita stefnumótandi aðstoð og sérfræðihjálp hvað varðar innleiðingu og eftirfylgni með stefnumótunarvinnu í samskiptum EU-OSHA.

Sendiherrar evrópsku samtakanna um vinnuvernd og hlutverk þeirra

Innan ramma herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur er markmið með EEN OSH verðlaununum að vekja meðalstór fyrirtæki til vitundar um vinnuvernd. Aðilum EEN í aðildarríkjunum 27, auk Íslands, Liechtenstein og Noregs, er boðið að senda til viðurkenningar verkefni sem miða að auknu öryggi og heilsu á vinnustað í meðalstórum fyrirækjum og sem falla innan eins af eftirfarandi flokkum: verkefni og viðburðir sem hvetja til vinnuverndar; tengslamyndun; og prent- og netefni og útgáfa.

EEN OSH verðlaunin eru veitt annað hvort ár.

2013 | 2014/15 | 2016/17 2018/19