You are here

Fréttatilkynningar
FYRIR TAFARLAUSA BIRTINGU - 21/06/2016 - 01:45

Yfir 100 þátttakendur um alla Evrópu í Vinnuvernd alla ævi

Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) hefur staðfest fyrstu opinberu þátttakendurna og fulltrúa fjölmiðla fyrir herferðina 2016-17. Opinberir samstarfsaðilar eru frá evrópskum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum úr ýmsum geirum, þ.m.t. verkalýðssamtökum, tæknifyrirtækjum, sjálfeignarstofnunum og fjölþjóðlegum fyrirtækjum. Fjölmiðlar hafa einnig tekið þátt í vitundarvakningu með útgáfu sinni og á netinu.

27% vinnuafls í ESB telja að þau muni ekki geta unnið sama starf fram að sextugu. Við þurfum að bæta starfsævi allra kynslóða vinnandi fólks og vinna að sjálfbærri vinnu og heilbrigðri öldrun.

Herferðin Vinnuvernd alla ævi snýst um sjálfbæra starfsævi í Evrópu þar sem aldur vinnuafls fer hækkandi. Forvarnir á starfsævinni eru lykilskilaboð, þar sem áhættumat er grundvöllur þess að koma í veg fyrir slys og sjúkdóma á vinnustað, ásamt endurhæfingu, endurkomu til vinnu og símenntun.

 

Dr. Christa Sedlatschek, forstjóri EU-OSHA, greinir frá mikilvægi samstarfsaðilanna: „27% vinnuafls í ESB telja að þau muni ekki geta unnið sama starf fram að sextugu. Við þurfum að bæta starfsævi allra kynslóða vinnandi fólks og hvetja til að sjálfbærrar vinnu og heilbrigðrar öldrunar. Forvarnir eru grundvallaratriði í því. Með því að taka þátt í herferðinni 2016-17, geta fyrirtæki leitt með góðu fordæmi og verið í framvarðasveit við innleiðingu hagkvæmra lausna fyrir aldursstjórnun á vinnustað. Framlag þeirra er mikilvægt framlag til að miðla herferðinni til eins margra og unnt er.“

 

Fyrsti hópur opinberra samstarfsaðila sem tekur þátt er að mestu leyti frá fyrirtækjum sem hafa endurnýjað skuldbindingu sína í kjölfar árangursríkrar þátttöku í herferðinni Góð vinnuvernd vinnur á streitu árið 2014-15. Þeir munu hagnast af þeim margvíslegu kostum sem felast í þátttökunni, þ.m.t. auknum sýnileika, herferðartólum og efni, tengslamyndun og skiptum á þekkingu.

 

Luca VVISENTINI, aðalritari Evrópusambands verkalýðsfélaga (ETUC) útskýrir: „ETUC væntir þess að herferðin auki vitund um nauðsyn þess að starfsfólk og vinnuverndarnefndir taki þátt í forvörnum fyrir alla aldurshópa og alla vinnustaði og um þörfina á aðgerðum löggjafans við umbætur á sviði vinnuverndar í Evrópu.“

 

Markus J. BEYRER, framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE, segir frá þátttöku hans fyrirtækis í herferðinni: „Við þurfum að líta til þess hvernig starfsfólk getur haldið störfum sínum lengur, við góða heilsu og skilað framleiðni út starfsævina. Á sama tíma þurfum við að forðast að alhæfa og dæma fólk fyrirfram vegna aldurs. Við vonum að herferðin muni gagnast atvinnuveitendum með því að veita þeim upplýsingar og tæki til þessa.“

 

Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar hafa einnig möguleika á því að taka þátt í fjölda viðburða þar sem þeim gefst meðal annars tækifæri til að keppa í sérstökum flokki samstarfsaðila til að hreppa Healthy Workplaces Good Practice Awards. Viðburðir þar sem skiptst er á góðum vinnubrögðum verða einnig haldnir út herferðartímann. Það eru tækifæri fyrir fyrirtækin að ræða og læra hver af öðrum um árangursríkar aðferðir við vinnuvernd hvað varðar öldrun á vinnustað.

 

Búist er við öðrum hópi samstarfsaðila haustið 2016. EU-OSHA hvetur áhugasama þátttakendur til að sækja um þar til í september 2016.

 

Fulltrúar fjölmiðla sem hafa tekið þátt í herferðinni hingað til eru blaðamenn og ritstjórar sem fjalla um vinnuvernd í Evrópu og nota tengslanet sín,útgáfu og samfélagsmiðla til að hjálpa til við að kynna herferðina og skilaboð hennar. Þeir standa einnig fyrir viðburðum, láta herferðarefni fylgja í námskeiðum og kynna Verðlaunin fyrir góða starfshætti og hvetja til tilnefninga.

 

Tenglar:

 

Opinberir samstarfsaðilar herferðarinnar 2016-17

 1. Acciona Energia
 2. aeris GmbH
 3. AGE Platform Europe
 4. AIRBUS GROUP
 5. ArcelorMittal Distribution Solutions SA
 6. B·A·D Gesundheitsvorsorge und Sicherheitstechnik GmbH
 7. Baxter
 8. BUSINESSEUROPE
 9. Campofrio Food Group
 10. International Confederation of Inspection and Certification Organisations (CEOC International)
 11. Comité Européen des Fabricants de Sucre (CEFS)
 12. Confederation of National Associations of Tanners and Dressers of the European Community (COTANCE)
 13. Council of European Employers of the Metal, Engineering and Technology-based Industries (CEEMET )
 14. DEKRA Insight
 15. DuPont Sustainable Solutions
 16. Electrocomponents plc
 17. Employee Assistance European Forum (EAEF)
 18. EuroCommerce
 19. EuroHealthNet
 20. European Academy of Occupational Health Psychology (EAOHP)
 21. European Academy of Dermatology and Venereology (EADV)
 22. European Association of Paritarian Institutions (AEIP)
 23. European Confederation of Independent Trade Unions (CESI)
 24. European Construction Industry Federation (FIEC)
 25. European Federation for Company Sport (EFCS)
 26. European Federation for Welding, Joining and Cutting (EWF)
 27. European Federation of Building and Woodworkers (EFBWW)
 28. European Federation of National Maintenance Societies (EFNMS)
 29. European Federation of Public Service Unions (EPSU)
 30. European Hospital and Healthcare Employers' Association (HOSPEEM)
 31. European Industrial Gases Association (EIGA)
 32. European League Against Rheumatism (EULAR)
 33. European Network of Safety and Health Professional Organisations (ENSHPO)
 34. European Operating Room Nurses Association (EORNA)
 35. European Public Law Organization (EPLO)
 36. European Safety Federation (ESF)
 37. European Salt's Producers Association (EUSALT)
 38. European Society of Safety Engineers (ESSE)
 39. European Solvents Industry Group (ESIG)
 40. European Technology Platform on Industrial Safety (ETPIS)
 41. European Trade Union Committee for Education (ETUCE)
 42. European Trade Union Confederation (ETUC)
 43. European Transport Workers' Federation (ETF)
 44. European Virtual Institute for Integrated Risk Management (EU-Vri)
 45. FCC Citizen Services
 46. Federación Iberoamericana de Asociaciones de Psicología (FIAP)
 47. Federation of Occupational Health Nurses within the European Union (FOHNEU)
 48. Federation of the European Ergonomic Societies (FEES)
 49. Gas Natural Fenosa
 50. Generali Employee Benefits Network (GEB)
 51. Heineken International
 52. HP Inc
 53. Iberdrola
 54. Ideal Standard International
 55. International Association of Mutual Benefit Societies (AIM)
 56. International Federation of Musicians (FIM)
 57. International Institute of Risk and Safety Management (IIRSM)
 58. International Safety and Health Construction Coordinators Organization (ISHCCO)
 59. Medicover
 60. OMV
 61. ORCHSE Strategies, LLC
 62. Partnership for European Research in Occupational Safety and Health (PEROSH)
 63. Pirelli & C
 64. PSYA
 65. SAP SE
 66. SEAT S.A
 67. Siemens AG
 68. Sofidel S.p.A.
 69. Standing Committee of European Doctors (CPME)
 70. Toyota Material Handling Europe
 71. European Association of Craft, Small and Medium-sized Enterprises (UEAPME)
 72. UNI Europa
 73. UEMS Occupational Medicine section
 74. ZF TRW Active & Passive Safety Technology

Fulltrúar fjölmiðla í herferðinni 2016-17

 1. ABEO News
 2. ActuEL-HSE
 3. Aragon Valley
 4. Bezpečná Práca
 5. Das Büro
 6. ERGONOMA JOURNAL
 7. euroXpress
 8. Face au Risque
 9. Formacion de SEGURIDAD LABORAL
 10. Gesunde Arbeit
 11. Health & Safety Times
 12. HMSmagasinet
 13. ISSA Mining Newsletter
 14. MaintWorld magazine
 15. PPE.org
 16. PrevenBlog
 17. Prevention World
 18. Promotor BHP
 19. Proteger
 20. PuntoSicuro
 21. Quotidiano Sicurezza
 22. Reputation Today
 23. Revista Segurança
 24. rhsaludable
 25. Safety Focus
 26. Safety Management
 27. Segurança Comportamental
 28. Trinacria News

[1] “27 % of European workers don’t think they will be able to do the same job at 60"Eurofound (European Foundation for the Improvement of Living and Working Conditions) (2015), ‘Sixth European working conditions survey - 2015’.

Athugasemdir til ritstjóra: 
1.

Herferðin Heilbrigðir vinnustaðir fyrir alla aldurshópa 2016-17 eykur meðvitund um mikilvægi þess að vinnuverndarmálum sé vel stjórnað út alla starfsævina og að vinnan sé sniðin að getu einstaklingsins — hvort sem það er við upphaf starfsferils eða við lok hans. Líkt og á við um fyrri herferðir varðandi heilbrigði á vinnustöðum þá er herferðin samræmd innanlands á grundvelli áhersluatriða Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA) og studd af opinberu herferðinni og samstarfsaðilum innan fjölmiðlageirans.

Herferðinni verður ýtt úr vör þann 15. apríl 2016. Lykildagsetningar í dagatali herferðarinnar eru m.a. Evrópu vikur um öryggi og heilsu í vinnunni (október 2016 og 2017) og verðlaunaafhending fyrir góða starfshætti og heilbrigða vinnustaði (apríl 2017). Herferðinni lýkur með sameiginlegum lokafundi Heilbrigði á vinnustöðum (nóvember 2017), þegar allir þeir sem hafa lagt eitthvað að mörkum vegna herferðarinnar munu hittast ásamt Evrópsku vinnuverndarstofnuninni (EU-OSHA) þar sem farið verður yfir þann árangur sem náðst hefur í herferðinni og þann lærdóm sem draga má af henni.

2.

Herferðirnar Vinnuvernd er allra hagur, sem standa yfir í tvö ár, eru haldnar í yfir 30 Evrópulöndum og eru viðurkenndar sem stærstu vinnuverndarherferðir sinnar gerðar í heiminum. Helstu skilaboðin eru sú að árangursrík stjórnun á vinnuvernd er góð fyrir starfsmenn, fyrirtæki og samfélagið í heild.

3.

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) leggur sitt af mörkunum við að gera Evrópu að öruggari, heilbrigðari og afkastameiri stað til að vinna á. Stofnunin rannsakar, þróar og dreifir áreiðanlegum, yfirveguðum og óhlutdrægum upplýsingum um öryggis- og heilbrigðismál og skipuleggur vitundarherferðir um alla Evrópu. Stofnunin, sem var sett á fót af Evrópusambandinu árið 1994 og er með höfuðstöðvar í Bilbaó á Spáni, færir saman fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fulltrúa frá stjórnsýslu aðildarríkjanna, frá samtökum atvinnurekenda og launþega ásamt leiðandi sérfræðinga frá hverju af hinum 28 aðildarríkjum ESB og annars staðar frá.

Nú geturðu fylgt okkur á Facebook, Twitter, LinkedIn, YouTube eða gerst áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi okkar OSHmail. Þú getur líka skráð þig fyrir reglulegum fréttum og upplýsingum frá EU-OSHA í RSS-veitu okkar.

http://osha.europa.eu