Fréttatilkynningar
FYRIR TAFARLAUSA BIRTINGU - 25/06/2019 - 01:15

Nýskapað OiRA verkfæri til að meta áhættu á vinnustað fer um heiminn.

Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) býður velkomna útfærslu á verkefni sínu um gagnvirkt áhættumat á netinu (OiRA) í fjölþjóða bílaframleiðandanum Daimler. Heilsu- og öryggisdeild fyrirtækisins hefur þróað og aðlagað verkfæri til áhættumats á vinnustað á grundvelli OiRA til sértækra nota fyrirtækis.

Notkun á OiRA af svo stóru, fjölþjóðlegu fyrirtæki vekur meiri athygli á því og styður við orðstír þess sem árangursríkur vettvangur til áhættumats.

Evrópska vinnuverndarstofnunin og Daimler eru bæði stuðningsaðilar heims Núllsýn áætlun, sem er grundvölluð á þeirri skoðun að hægt er að fyrirbyggja öll slys, veikindi og skaða á vinnustað. Með þetta í huga, starfar þýska heilsu- og öryggisdeild Daimler saman með evrópsku vinnuverndarstofnuninni til að gera vinnustaði eins örugga og hægt er. Framkvæmdastjóri evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar Doktor Sedlatschek leggur áherslu á að „Viðleitni Daimler kemur ekki aðeins að góðum notum til að mæta eigin þörfum til sértæks áhættumats, heldur koma einnig víðara OiRA samfélaginu til góða, þar sem hugbúnaðareiginleikarnir sem þróaðir hafa verið er auðveldlega hægt að aðlaga og innleiða í öðrum samtökum, og spara þannig tíma og fjármagn. Þar að auki, kallar notkun OiRA af svo stóru, fjölþjóða fyrirtæki á meiri athygli og styrkir orðstír þess sem árangursríkur vettvangur til áhættumats.“

Doktor Sedlatschek, ásamt öðru starfsfólki skrifstofunnar og fulltrúum þýsku þungamiðjusamtakanna skiptust nýlega á skoðunum við heilsu- og öryggisdeild Daimler um frekari útbreiðslu og kynningu á OiRA. Stöðugar framfarir og þróun á OiRA hugbúnaði er mjög svo samvinnuátak, sem felur í sér skipti á upplýsingum og góðum starfsvenjum á meðal evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, OiRA samfélagsins, og ESB og innanlandssamstarfsaðila.

Af hverju ættirðu að nota OiRA?

OiRA vettvangurinn var upphaflega þróaður til að útvega innanlands samstarfsaðilum evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (eins og ráðuneytum eða vinnueftirliti) verkfæri til að meta starfstengda öryggis- og heilsuáhættuþætti sem eru sértækir í atvinnugrein og eru klæðskerasniðin að innanlandsaðstæðum.

OiRA vettvangurinn var upphaflega hannaður með þarfir örsmárra og smárra fyrirtækja í huga — sem oft hafa ekki bolmagn og þekkingu til að meta og stýra á árangursríkan hátt áhættuþætti samkvæmt vinnuverndarstofnuninni. OiRA hugbúnaðinn er auðveldlega hægt að aðlaga til að fullnægja þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og í öllum greinum.

Fjórar ástæður til að nota OiRA:

  • Það er gjaldfrjálst og auðvelt í notkun.
  • Það útvegar leiðbeiningar og hagnýtar lausnir.
  • Það leyfir atvinnugreina sértæka aðferð til áhættumats.
  • Það getur hjálpað fyrirtækjum að fylgja lögbundnum kröfum.

Hin vaxandi velgengni OiRA er ljós: árið 2018, voru fleiri en 85.000 áhættumatsgreininingar útfærðar með notkun OiRA verkfæra og fleiri en 20 ný verkfæri voru birt á netinu, sem mynda þá samtals 160 verkfæri. Þar til viðbótar mæla nú sum lönd — Ítalía, Litháen og Slóvenía — með notkun OiRA í innanlandslöggjöf sinni eða innanlandsstefnumótun vinnuverndarmála. Slíkur stuðningur við OiRA innan landa — samþætt við átak innan ESB og dæmi um góðar starfsvenjur innan fyrirtækja — eru lykillinn til að vekja athygli á mátt OiRA vettvangsins og hvetja til notkun hans sem hluti daglegrar stýringu vinnuverndarmála í fyrirtækjum um alla Evrópu.

Tenglar:

Athugasemdir til ritstjóra: 
1.

Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) leggur sitt af mörkunum við að gera Evrópu að öruggari, heilbrigðari og afkastameiri stað til að vinna á. Stofnunin rannsakar, þróar og dreifir áreiðanlegum, yfirveguðum og óhlutdrægum upplýsingum um öryggis- og heilbrigðismál og skipuleggur vitundarherferðir um alla Evrópu. Stofnunin, sem var sett á fót af Evrópusambandinu árið 1994 og er með höfuðstöðvar í Bilbaó á Spáni, færir saman fulltrúa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fulltrúa frá stjórnsýslu aðildarríkjanna, frá samtökum atvinnurekenda og launþega ásamt leiðandi sérfræðingum frá hverju af hinum aðildarríkjum ESB og annars staðar frá.

Nú geturðu fylgt okkur á Facebook, Twitter, LinkedIn, YouTube eða gerst áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi okkar OSHmail. Þú getur líka skráð þig fyrir reglulegum fréttum og upplýsingum frá EU-OSHA í RSS-veitu okkar.

http://osha.europa.eu