For immediate release - 14/11/2022 - 12:00
Leiðtogafundur herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2022 fagnar stærstu vinnuverndarherferð í heimi
í dag hleypir Vinnuverndarstofnun Evrópu (EU-OSHA) leiðtogafundi herferðarinnar Vinnuvernd er allra hagur 2022 af stokkunum. Ráðstefnan miðar að því að varpa ljósi á þá þekkingu og reynslu sem myndast hefur á síðustu tveimur árum í herferðinni „Hæfilegt álag - heilbrigt stoðkerfi“.
Herferð EU-OSHA „Hæfilegt álag — heilbrigt stoðkerfi“ hefur stuðlað að vitundarvakningu um skilvirkar forvarnir gegn stoðkerfissjúkdómum en enn eru mikið vandamál. Ég þakka samstarfsaðilum herferðarinnar fyrir þátttökuna og hlakka til líflegra skoðanaskipta á leiðtogafundinum um hvað meira sé hægt að gera til að vernda heilsu launþega.
Nicolas Schmit, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði atvinnumála og félagslegra réttinda
Leiðandi sérfræðingar og stjórnmálamenn í Evrópu koma saman 14.-15. nóvember til að fara yfir helstu niðurstöður herferðarinnar og fjalla um framtíðarstefnur til að koma með skilvirkum hætti í veg fyrir vinnutengda stoðkerfissjúkdóma (veiklun á vöðvum, liðum og sinum).
Nicolas Schmit, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði atvinnumála og félagslegra réttinda undirstrikar árangur herferðarinnar fram að þessu:
„Ein meginregla Evrópustoðar félagslegra réttinda er að tryggja að vinnustaðir okkar séu öruggir, hentugir og viðhaldi heilbrigði launþega. Á síðasta ári kynnti framkvæmdastjórnin stefnuramma ESB um vinnuvernd 2021-2027 en markmið hans er að stýra breytingum, bæta forvarnir og auka viðbúnað. Herferð EU-OSHA „Hæfilegt álag — heilbrigt stoðkerfi“ hefur stuðlað að vitundarvakningu um skilvirkar forvarnir gegn stoðkerfissjúkdómum en enn eru mikið vandamál. Ég þakka samstarfsaðilum herferðarinnar fyrir þátttökuna og hlakka til líflegra skoðanaskipta á leiðtogafundinum um hvað meira sé hægt að gera til að vernda heilsu launþega.“
Bráðabirgðaframkvæmdastjóri EU-OSHA, William Cockburn, útskýrir umfang vandans:
„Þó að koma sé að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál eru þau enn eitt algengasta vinnutengda heilsufarsvandamálið í Evrópu. Bæði líkamlegir og sálfélagslegir áhættuþættir (eins og óhóflegt vinnuálag) stuðla að myndun og versnun stoðkerfissjúkdóma. Breytingar á vinnuumhverfi, að stærstum hluta vegna COVID-19 heimsfaraldursins, hafa vafalaust aukið á vandann. Nýleg könnun okkar vinnuverndarpúlsinn staðfestir að 30% launþega þjáist af vandamálum í beinum, liðum eða vöðvum, 27% af streitu, þunglyndi eða kvíða og 37% af almennri þreytu. Þróunin, því miður, er líklegt til að halda áfram á vinnustöðum eftir heimsfaraldurinn. Höldum áfram að vinna að því að draga úr þessum tölum!“
Á opnuninni munu fjölmargir háttsettir ræðumenn koma á svið til að ræða um hvernig eigi að „létta byrðarnar“ fyrir launþega í ESB, þar á meðal:
- Nicolas Schmit, framkvæmdastjóri Evrópusambandsins á sviði atvinnumála og félagslegra réttinda,
- Yolanda Díaz Pérez, annar varaforseti og ráðherra vinnumála og félagslega hagkerfisins í spænsku ríkisstjórninni,
- Idoia Mendia Cueva, annar varaforseti og ráðherra vinnu- og atvinnumála, í basknesku ríkisstjórninni, og
- Dragoş Pîslaru, formaður atvinnu- og félagsmálanefndar Evrópuþingsins.
Kateřina Štěpánková, aðstoðarráðherra atvinnu- og félagsmála er fulltrúi tékkneska forsætisins í ráðherraráði ESB, tekur þátt í samræðunum á upptöku.
Vísindamenn og fulltrúar innlendra og evrópskra yfirvalda deila sýn sinni í þremur samhliða dagskrárliðum: áskoranir og nýstárlegar lausnir fyrir eftirlit með stoðkerfissjúkdómum í fyrirtækjum; skilvirkur stuðningur fyrir langvinna stoðkerfissjúkdóma; og tengslin á milli stoðkerfissjúkdóma og sálfélagslegrar áhættu.
Umræðurnar hætta ekki þar því leiðtogafundurinn gefur fyrirheit um áhugaverða sýn á vinnuvernd í nýjum vinnuheimi; stefnuræðan „gerum algrím öruggari fyrir launþega“ og pallborðsumræður um efnið að henni lokinni.
Einn af hápunktum leiðtogafundarins er verðlaunaathöfn verðlaunanna fyrir góða starfshætti þar sem kastljósinu er beint að átta verðlaunahöfum og átta viðurkenningarhöfum fyrir nýstárlegar forvarnir á sviði stoðkerfissjúkdóma.
Á viðburðinum fara einnig fram kynningarverðlaun vinnuverndar 2022 á vegum EU-OSHA-EEN. Með verðlaununum leitast EU-OSHA og fyrirtækjanet Evrópu (EEN) við að auka vitund um mikilvægi vinnuverndar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Við bjóðum öllum með áhuga á vinnuverndarmálum og stoðkerfissjúkdómum að horfa á streymi af leiðtogafundinum á netinu. Ekki hika við að fylgja okkur á Twitter með því að nota myllumerkin #EUOSHAsummit og #EUhealthyworkplaces.
Að lokum beinir EU-OSHA sjónum sínum að næstu herferðar Vinnuvernd er allra hagur 2023-25: „Öruggt og heilbrigt starf á stafrænni öld“ sem hleypt verður að stokkunum i október 2023.
Tenglar:
Notes to editor:
Herferð Vinnuvernd er allra hagur Vinnuvernd er allra hagur — Hæfilegt álag - Heilbrigt stoðkerfi, miðar að því að vekja athygli á vinnutengdum stoðkerfisvandamálum og miðla upplýsingum um hvernig hægt er að koma í veg fyrir og stjórna þeim. Herferðin er samræmd á landsvísu af tengiliðaneti EU-OSHA og stutt af opinberum samstarfsaðilum herferðarinnar, samstarfsaðilum í fjölmiðlasamstarfi ásamt Evrópska fyrirtækjanetinu. Herferðin hefur sex meginmarkmið:
- Að vekja athygli á mikilvægi þess að koma í veg fyrir stoðkerfisvandamál með því að leggja fram staðreyndir og tölur um útsetningu fyrir stoðkerfisvandamálum og áhrif þeirra á einstaklinga, fyrirtæki og samfélag;
- Að stuðla að áhættumati og fyrirbyggjandi stjórnun stoðkerfisvandamála með því að veita aðgang að viðeigandi verkfærum, leiðbeiningum, sem og hljóð- og myndefni ásamt öðru stuðningsefni;
- Að sýna fram á að stoðkerfisvandamál séu mál sem öllum koma við, en hægt sé að takast á við þau;
- Að bæta þekkingu á nýjum og upprennandi áhættuþáttum stoðkerfisvandamála;
- Að stuðla að mikilvægi þess að styðja við bakið á starfsmönnum með langvarandi stoðkerfisvandamál í viðleitni þeirra að komast aftur til vinnu og vera áfram á vinnustað og eins að sýna fram á hvernig hægt sé að ná þessu marki;
- Að hvetja til skilvirks samstarfs með því að leiða ólíka hagsmunaaðila saman og auðvelda upplýsingaskipti og góða starfshætti.