You are here

Blaðamannarými

Hvað er nýtt?
13/02/2018

Hættuleg efni eru enn eitt stærsta vandamálið þegar kemur að öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum og hafa áhrif á milljónir launþega um alla Evrópu. En umfang þessara váhrifa og tengdrar hættu er oft vanmetin eða hunsuð.

Komandi Vinnuvernd er allra hagur áhættumat efna á vinnustað herferð EU-OSHA berst gegn algengum ranghugmyndum, eykur vitund um hættuna og miðlar góðum starfsvenjum og hjálparefni fyrir skilvirka stjórnun hættulegra efna á vinnustað.

Fréttatilkynningar

25/01/2018 - 01:45

Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) býður Marianne Thyssen framkvæmdastjóra og aðra hagsmunaaðila velkomna á málstofu um hvernig á að tryggja öryggi og heilbrigði launþega í mjög litlum og litlum fyrirtækjum (MSE). Málstofan fer fram þann 25. janúar í Bilbaó og er á sama tíma og birting tveggja skýrslna sem kanna nýjustu niðurstöður EU-OSHA verkefnisins um MSE.

21/11/2017 - 01:30

Fremstu vinnuverndarsérfræðingar Evrópu safnast saman í dag í Bilbao, Spáni, fyrir Heilbrigðir vinnustaðir ráðstefnu Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar (EU-OSHA). Þessi ráðstefna markar endalok hinnar árangursríku Vinnuvernd alla ævi herferðarinnar, sem miðar að því að stuðla að sjálfbærri starfsæfi með tilliti til þess að evrópskir launþegar eru að eldast.