You are here

Fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedónía

Vinnuverndarmál í Lýðveldinu Makedóníu falla undir valdsvið vinnueftirlits ríkisins sem er hluti af atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu.

Sem hluti af atvinnu- og félagsmálaráðuneytinu annast vinnueftirlit ríkisins, með eigin eftirlitsmönnum, eftirlit með framfylgni laga á sviði vinnusambanda, laga um öryggi og heilbrigði á vinnustöðum, laga um eftirlit og atvinnu, laga um embættismenn, laga um atvinnu og tryggingar í tilviki atvinnuleysis, laga um tímabundnar ráðningarþjónustur, laga um atvinnu fatlaðra, laga um atvinnu útlendinga, laga um sjálfboðastarf, laga á sviði menntamála, laga á sviði viðskipta, laga um varnir gegn reykingum, kjaraviðræður, ráðningarsamninga, félagslög á sviði öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum og annarra reglugerða (sjá hér)

Vinnuverndarsviðið er fjölfaglegt svið sem samanstendur af miklum fjölda reglugerða sem vísa til ákveðnar atvinnustarfsemi og vinnuferla. Til samans eru ráðstafanir, viðmið og staðlar á sviði vinnuverndar til að tryggja öruggar vinnuaðstæður í Lýðveldinu Makedóníu lögbundnar. Öryggi og heilbrigði í löggjöf okkar hefur verið gert ómissandi í vinnuskipulagi og - ferlum og því eru allir starfsmenn vátryggðir, sem er í samræmi við stjórnskipulegar meginreglur laga um alla starfsmenn á sviði vinnuverndar. Þetta flókna hugtak „vinnuvernd“ þýðir ekki einungis verndun starfsmannsins gegn líkamlegum áverkum eða veikindum í vinnunni heldur þýðir það einnig verndun sálræns (siðferðilegs) persónuleika, en það er flókið atriði sem sífellt á meira og meira við.

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Upplýsingar um hvernig hafa megi samband við tengiliðinn

Macedonian Occupational Safety and Health Association
Vostanichka 2
1000 Skopje
Makedónía
Contact person:
Milan PETKOVSKI
Tölvupóstfang: milan [dot] p [at] mzzpr [dot] org [dot] mk