Hverjir hafa hag af vinnu EU-OSHA?

Mjög lítil, lítil og meðalstór fyrirtæki

EU-OSHA var stofnað með einfaldan og mikilvægan tilgang: að gera Evrópu að öruggari, heilbrigðari og afkastameiri vinnustað. Markmiðið er að auka þekkingu og meðvitund um hættur á vinnustað og stuðla að umbótum á vinnuvernd, ná til stefnumótandi aðila, fyrirtækja og vinnustaða og gefa opinberar upplýsingar og hagnýt verkfæri.

Meirihluti fyrirtækja í Evrópu eru mjög lítil, lítil og meðalstór, og mjög lítil fyrirtæki eru heil 95% evrópskra fyrirtækja. Þar af leiðir að lítil og meðalstór fyrirtæki (SME) og sérstaklega mjög lítil og lítil fyrirtæki (MSE) eru helsti markhópur EU-OSHA: Þau eru ekki aðeins með meira en helming af starfsafla ESB í vinnu heldur verða einnig fyrir allt of hárri prósentu af slysum og öðrum vinnuverndarvandamálum. Þó að stærri fyrirtæki séu í sífellt meira mæli að fjárfesta í vinnuverndarstefnum virðist það vanta hjá mörgum SME, líklega vegna skynjaðs eða raunverulegs skorts á auðlindum og oft lélegum samskiptum um skilvirka vinnuverndarstjórnun.

 © EU-OSHA Photo Competition 2009 / Georgy Velichkov

Árið 2001 staðfesti ESB að SME væru „driffjöður“ Evrópu og þyrftu stuðning og kynnti því til sögunnar fjármögnunaráætlanir. EU-OSHA þáði boð Evrópuþingsins, tók þessar áætlanir upp á arma sína og setti upp samsvarandi áætlun sem var í gangi frá 2001 til 2003.

Á fyrsta ári áætlunarinnar studdi hún við 51 verkefni, með styrkjum frá 25.000 evrum til 190.000 evra, alls 5 milljónir evra. Meira en hálf milljón SME höfðu hag af frumtakinu og meira en 15.000 klukkustundir námskeiða og málstofa um meðvitund um áhættu og góða starfshætti fóru fram. Það kemur ekki á óvart að vinsældir áætlunarinnar uxu og á öðru ári gagnaðist það 700.000 SME.

Þessar fjármögnunaráætlanir gerðu stofnuninni kleift að ná til margra SME um alla Evrópu á fyrstu árum sínum og auka ekki aðeins vitund um OSH heldur vekja athygli á stofnunni á meðal fyrirtækjanna sem hún vill styðja við.

MSE eru enn fremstir meðal þeirra mörgu sem njóta góðs af starfsemi EU-OSHA. Flaggskip EU-OSHA Vinnuvernd er allra hagur herferðirnar, sem þróuðust út frá Evrópuvika vinnuverndar, sem stofnunin hefur verið með frá 2000, og eftir það árlegum OSH-upplýsingaherferðum, eru orðnar stór hluti af viðleitni stofnunarinnar við að ná til lítilla fyrirtækja. Þessum tveggja ára herferðum er ætlað að vera vitundarvakning um viðeigandi OSH-tengd málefni í gegnum skipti á góðum starfsvenjum og framleiðslu og dreifingu upplýsingaefnis og hagnýtra verkfæra og hjálparefnis. Allt herferðarefni er ókeypis og hannað til að auðvelt sé að skilja það, og er þannig sniðið að þörfum lítilla fyrirtækja sem gætu átt erfitt með að úthluta tíma og fjármunum til OSH.

Fyrsta af þessum tveggja ára herferðum var sett af stað árið 2008 og einbeitti sér að áhættumati sem styður við allar áhrifaríkar OSH-starfsvenjur. Gagnvirkt áhættumat á netinu (OiRA) vettvangurinn varð til sem hluti af þessu. OiRA er sérstaklega ætlað að hjálpa MSE. Það gerir mögulega sköpun geiramiðaðra tóla á netinu sem auðveldar skilvirkt mat og stjórnun á áhættu. OiRA hefur núna hjálpað mörg þúsund smárra fyrirtækja að framkvæma áhættumat á einfaldan og hagkvæman máta.

© EU-OSHA - Ráðstefna EU-OSHA um öryggi og heilbrigði í MSE - 19. júní 2018, Brussel

Í júní 2018 hélt EU-OSHA ráðstefnu í Brussel um umbætur á OSH í litlum fyrirtækjum Evrópu. ESB, lands- og alþjóðlegir hagsmunaaðilar ræddu niðurstöður þriggja ára SESAME (örugg lítil og meðalstór fyrirtæki) verkefnisins. Helsta ráðleggingin var þátttaka allra hagsmunaaðila og útsetning framtaka þeirra þegar reynt er að ná til MSE. Verkefnið gaf einnig af sér heilmikið af dæmum um góðar starfsvenjur, sem sérsniðnar eru að þörfum MSE í meira en 60 geirum.

Hverjir aðrir?

Þó að SME séu lykilmarkhópur vinnu EU-OSHA, eru þau ekki þau einu sem njóta góðs af. Aðrir eru meðal annars:

  • Stefnumótandi aðilar hjá ESB og á landsvísu
  • starfsfólk og vinnuveitendur og fulltrúar þeirra
  • OSH-sérfræðingar og rannsakendur
  • innlend stjórnvöld.

Það er ljóst að fjöldi þeirra sem vinna EU-OSHA gagnast er gríðarmikill. Engu að síður er markmið stofnunarinnar jafn skýrt og nauðsynlegt og alltaf: að gera vinnustaði Evrópu öruggari, heilbrigðari og afkastameiri.