Fólk og staðir eru kjarni 25 ára afmælisfagnaðar EU-OSHA

Bilbao

Síðan 1996 hefur EU-OSHA verið staðsett í hinni lifandi borg Bilbao. Eins og mörg önnur iðnaðarsvæði gekk Bilbao, sem var miðstöð iðnaðar á 19. og 20. öld, í gegnum djúpa efnahagslægð þegar þungaiðnaður dróst saman. Engu að síður sáu borgaryfirvöld bjarta framtíð fyrir Bilbao og á tíunda áratug síðustu aldar voru þau farin að fjárfesta af miklum þunga í að endurnýja yfirgefin iðnaðarsvæði og að draga að menningu og ferðamenn. Á þessum tíma sem EU-OSHA hefur verið í borginni, var hið þekkta Guggenheim safn opnað, Bilbao fékk fyrstu Lee Kuan heimsborgarverðlaunin 2010 og 2018 var borgin útnefnd evrópsk borg ársins á Urbanism verðlaununum.

© EU-OSHA / David Tijero

Í ESB hringjum er EU-OSHA þekkt sem „Bilbao stofnunin“, gælunafn sem viðurkennir sérstakt og gagnkvæmt gagnlegt sambandið á milli borgarinnar og stofnunarinnar. Það kemur ekki á óvart að EU-OSHA viðheldur góðu sambandi við yfirvöld í Bilbao. Stofnunin vinnur einnig með Osalan, baskneskum yfirvöldum fyrir vinnuvernd (OSH).

Helsta auðlind EU-OSHA er starfsfólk þess

EU-OSHA efast ekki um að stærsta auðlind þess er kunnáttusamt og einart starfsfólk þess. Allir meðlimir starfliðsins eru sérfræðingar á sínu sviði: Vinnuvernd, samskipti, upplýsingatækni, fjármál, mannauður, stjórnun og tengslamyndun. EU-OSHA er núna fulltrúi 16 aðildarríkja ESB og er ímynd evrópskrar menningar.

„Starfsfólkið sem er einstaklega hæft og ástríðufullt. Gott starfsfólk á öllum stigum og fullkomin blanda evrópskra þjóðerna myndar sterka „evrópska“ menningu. EU-OSHA var mér eins og fjölskylda.“

Dr Jukka Takala, fyrrum forstjóri EU-OSHA

Á sama hátt hugsar EU-OSHA um starfsfólk sitt og sér því fyrir fyrsta flokks vinnuaðstæðum fyrir herferðir þess um alla Evrópu. Það felur í sér vinnuvistvænar vinnustöðvar og búnað og innleiðingu á stressforvarnastefnu og áætlun, sem tekur bæði á líkamlegri og andlegri vinnuvernd.

© EU-OSHA Photo Competition 2011 / Frederic Santiago

EU-OSHA ætlar sér að kom á bestu vinnuaðstæðum með Vinnuverndarrammatilskipuninni bæði fyrir starfsfólk sitt og starfsfólk verktaka þess. Stofnunin er einnig einörð í því að draga úr „umhverfisfótspori“ sínu með því, til dæmis, að setja upp nútímalega, orkusparandi lýsingu og rafkerfi, draga úr og endurvinna skrifstofuúrgang, nota umhverfisvænar hreingerningavörur og ráða verktaka sem deila þessum gildum.

Þegar spurt er hvað er eða var það besta við að vinna með EU-OSHA, gáfu núverandi og fyrrverandi starfsfólk og samstarfsaðilar sama svar: samstarfsfólkið.

„Kollegar mínir, þar á meðal sérfræði starfsfólk EU-OSHA … Mér líður eins og ég sé að fara heim þegar ég fer til Bilbao … Ég læri mikið af kollegum mínum.“

Károly György, vara-stjórnarformaður EU-OSHA

Á 25 árum hefur árangur EU-OSHA byggst á starfsfólkinu og borginni Bilbao. Þessi 25 ára afmælisfögnuður er til heiðurs fólkinu, í fortíð og framtíð, kunnátta hvers, ástríða og eldmóður hafa gert EU-OSHA að samtökunum sem þau eru í dag og sem hefur unnið saman að öruggri og heilbrigðri Evrópu.