Evrópska vinnuverndarstofnunin EU-OSHA starfar í samræmi við löggjöf ESB

Mikilvæg tímamót eru tími til þess að fara yfir hið liðna og til að gera ráð fyrir nýjum áskorunum.

Á 25, afmælisári sínu, tekur Evrópska vinnuverndarstofnunin (EU-OSHA) til skoðunar mikilvægi lykiltilskipunarinnar á sviði vinnuverndar (OSH), sem innleidd var fyrir 30 árum og lítur með tilhlökkun til þess að styðja við evrópsku stoðina um félagsleg réttindi.

Rammatilskipunin

Birting tilskipunar 89/391/EBE — Evrópska rammatilskipunin um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum — í júní 1989 voru mikilvæg tímamót fyrir starfsmenn í Evrópu. Þetta var fyrsta almenna löggjöf ESB á sviði vinnuverndar þar sem innleiddar voru almennar grundvallarreglur og lágmarkskröfur sem tóku gildi á öllu svæðinu.

Rammatilskipunin gerði vinnuveitendur ábyrga fyrir öryggi og heilsu starfsmanna. Ábyrgð vinnuveitanda, sjónarmið um forvarnir sem komið var á fót og upplýsingar, þjálfun, samráð og fjölbreytt þátttaka starfsmanna eru hyrningarsteinar þeir sem nýja sjónarmiðið gagnvart heilsu og öryggi á vinnustöðum byggist á. Það sem skiptir sköpum er að með tilskipuninni var meginreglan um áhættumat sett inn sem kjarninn í vinnuverndarlöggjöf ESB. 

Innleiða þurfti rammatilskipunina í innlenda löggjöf allra aðildarríkja fyrir lok ársins 1992. Þessu hefur síðan verið fylgt eftir með mörgum öðrum tilskipunum varðandi sérstaka þætti er snerta vinnu eða hættu við störf.

Í almennri tilkynningu árið 2004 ályktaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission - EC) að rammasamningurinn og nokkrar tengdar tilskipanir höfðu átt þátt í því að einfalda og rökstyðja innlenda löggjöf á sviði öryggi og heilbrigðismála. Ennfremur hafði rammasamningurinn og tengdar tilskipanir átt þátt í því að skapa forvarnarmenningu gagnvart áhættu á vinnustöðum í ESB og hafði greitt götuna fyrir því að vinnuvernd var nú komin ofarlega á dagskrá hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Evrópska vinnuverndarstofnunin stuðlaði á virkan hátt að því að markmið eftirfarandi stefnumörkun ESB á sviði heilbrigðis ög öryggis fyrir árin 2007-2012 og stefnumarkandi rammaáætlun um heilbrigði og öryggi fyrir árin 2014 – 2020 sem virkjaði síðari samsteypu og samræmingu á innlendum stefnumörkunum innan aðildarríkja ESB.

Evrópustoð félagslegra réttinda

Nálægt 30 árum eftir innleiðingu rammatilskipunarinnar, verða önnur þáttaskil — Evrópustoð félagslegra réttinda — hefur í för með sér aukin réttindi fyrir þjóðir Evrópu á sviði velferðar og atvinnu.

… Frá réttinum til sanngjarnra launa til réttinda á sviði heilbrigðisþjónustu, frá ævinámi, betra jafnvægi milli vinnu og frítíma og jafnrétti kynja, að lágmarkstekjum: með Evrópustoð félagslegra réttinda, stendur ESB með réttindum ríkisborgara sinna í heimi sem tekur örum breytingum.

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, 17. nóvember 2017

Stoðin skilgreinir störf sem grundvallar félagsleg réttindi og veitir starfsmönnum hátt verndarstig án tillits til aldurs. Tvær af 20 grundvallarreglum stoðarinnar varða beint vinnuvernd:

  • Rétturinn til öruggra, heilbrigðra vel aðhæfðra vinnustaða
  • Rétturinn til þess að það sé heilbrigt jafnvægi milli vinnu og frítíma.

Þess vegna fylgir stoðinni öflugur stuðningur við starf Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar. Bersýnilega gegnir stofnunin mikilvægu hlutverki við að styðja gildi þau sem tengjast stoðinni og við að koma meginreglum hennar í framkvæmd. Tveir þættir í starfi Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar eru sérstaklega mikilvægir:

Í raun þá stuðlar allt starf stofnunarinnar að því að auka öryggi og heilbrigði með einhverjum hætti á vinnustöðum Evrópu og líf þeirra sem þar starfa verða sjálfbærri — og með þeim hætti skilar hún þeim réttindum sem mælt er fyrir um í stoðinni.

Og þannig erum við, á árinu 2019, að fagna 30 ára áfanga frá fyrstu löggjöf ESB á sviði vinnuverndar — Rammatilskipuninni — sem veitti starfsmönnum jafna vernd á öllu svæðinu. Á sama tíma lítur Evrópska Vinnuverndarstofnunin fram til þess að geta veitt hagnýtan stuðning við evrópsku stoðina á sviði félagslegra réttinda og til þess að bæta vernd starfsmanna í Evrópu. Slík viðurkenning á virði starfi stofnunarinnar veitir stofnuninni nýjan hvata til að halda áfram starfi með öðrum aðilum vinnumarkaðarins til að geta gert Evrópu að heilsusamlegri stað til að starfa á.